200. stjórnarfundur SVÞ var haldinn fyrir skömmu og var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra gestur þess fundar. Ráðherra fór vítt og breytt yfir sviðið og ræddi þau málefni sem hæst ber í hagsmunum verslunar- og þjónustufyrirtækja. Meðal þeirra málefna sem rædd voru á fundinum voru skattmál, samkeppnisstaða í breyttu viðskiptaumhverfi, útvistun verkefna frá ríki til einkaaðila, fjórða iðnbyltingin og allar þær áskoranir sem henni fylgja.

Ráðherra gaf sér góðan tíma með stjórn samtakanna og urðu á fundinum bæði góðar og málefnalegar umræður um bæði málefni sem snúa beint að hagsmunum fyrirtækja innan SVÞ og að atvinnulífinu almennt. Lýstu stjórnarmenn yfir mikilli ánægju með heimsókn ráðherra og vonuðust eftir góðu á nánu samstarfi við hana og ráðuneyti hennar í framtíðinni.