EuroCommerce hefur opnað fyrir tilnefningar til Evrópsku verslunarverðlaunanna 2025, sem haldin verða 2. desember í Brussel.
Verðlaunin veita evrópskum fyrirtækjum og samtökum viðurkenningu fyrir framúrskarandi framtak sem mótar framtíð verslunar og heildsölu í Evrópu.
Félagsfólk SVÞ er hvatt til að senda inn tilnefningar í eftirfarandi flokkum:
-
Sjálfbærni
-
Stafrænar lausnir
-
Samfélagsleg þátttaka
-
Hæfni og mannauðsþróun
Síðasti dagur til að skila inn tilnefningu er 6. júlí 2025.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að sýna Evrópu hvað þau standa fyrir – hvort sem það snýst um nýsköpun, ábyrgð eða framsækna hæfniuppbyggingu.
Tilnefna má bæði sitt eigið fyrirtæki eða önnur fyrirtæki sem þykja skara fram úr.
Frekari upplýsingar og eyðublað til tilnefningar má finna hér:
👉 https://www.eurocommerce.eu/european-commerce-awards-2025/