UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL
Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.
Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.
Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.
Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!
Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!
Gagnleg og fróðleg erindi um umbúðir og endurvinnslu
Til að aðstoða félagsmenn við að bæta sjálfbærni og umhverfisvernd fyrirtækja sinna fengu við til okkar góða gesti miðvikudaginn 23. október sl. til að ræða um umbúðir og endurvinnslu.
Umbúðir og endurvinnsla: Hvernig getur þitt fyrirtæki lagt sitt af mörkum fyrir umhverfið?
Morgunfundur: Fáðu svör við mörgum af þeim spurningum sem á þér brenna varðandi hvernig þú getur gert þína verslun eða þjónustufyrirtæki umhverfisvænna þegar kemur að umbúðum, plasti og endurvinnslu.
Hamingjuóskir! Krónan fær Umhverfisverðlaun atvinnulífsins – myndband
Í dag fengu félagsmenn okkar í Krónunni verðlaun fyrir Framtak ársins við afhendingu Umverfisverðlauna atvinnulífsins. Við óskum okkar fólki innilega til hamingju!
Umhverfisdagur atvinnulífsins á morgun – ertu búin(n) að skrá þig?!
Umhverfisdagur atvinnulífsins 2019 verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 9. október í Hörpu Norðurljósum kl. 8.30-12.
Loftslagsáhætta
Ingvar Freyr Ingvarsson aðalhagfræðingur og Benedikt S. Benediktsson lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu, skrifa í Viðskiptablaðið 29. ágúst: Ríkisstjórnin hefur gefið út metnaðarfullar yfirlýsingar í loftslagsmálum. Við höfum fyrir löngu spilað út okkar helsta...
Lambakjötsútflutningur og kolefnisfótspor
Eftirfarandi grein eftir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, birtist í Fréttablaðinu 29. ágúst sl.: Á undanförnum mánuðum hefur verulegt magn lambakjöts verið flutt út, m.a. til fjarlægra landa á borð við Japan og Víetnam. Þessi útflutningur varð það mikill að...