UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL

Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.

Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.

Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.

Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum  sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!

Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!

Loftslagsáhætta

Loftslagsáhætta

Ingvar Freyr Ingvarsson aðalhagfræðingur og Benedikt S. Benediktsson lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu, skrifa í Viðskiptablaðið 29. ágúst: Ríkisstjórnin hefur gefið út metnaðarfullar yfirlýsingar í loftslagsmálum. Við höfum fyrir löngu spilað út okkar helsta...

Lesa meira
Lambakjötsútflutningur og kolefnisfótspor

Lambakjötsútflutningur og kolefnisfótspor

Eftirfarandi grein eftir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, birtist í Fréttablaðinu 29. ágúst sl.: Á undanförnum mánuðum hefur verulegt magn lambakjöts verið flutt út, m.a. til fjarlægra landa á borð við Japan og Víetnam. Þessi útflutningur varð það mikill að...

Lesa meira