UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL
Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.
Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.
Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.
Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!
Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!
Svansdagar 2024: Vottaðar vörur til umhverfisverndar
Frá 26. september til 6. október mun Umhverfismerkið Svanurinn standa fyrir markaðsherferð til að kynna Svansvottaðar vörur á Íslandi. Þessi herferð hefur það að markmiði að vekja athygli á því hversu mikið úrval af umhverfisvænum vörum er til staðar og hversu...
Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Samtaka atvinnulífsins 2024
Samtök atvinnulífsins SA og aðildarfélögin hvetja fyrirtæki til að tilnefna sig til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2024 fyrir 6. september. Verðlaunin, sem verða veitt á Umhverfisdegi atvinnulífsins 6. október 2024, heiðra bæði „Umhverfisfyrirtæki ársins“ og...
Ný skýrsla EuroCommerce: Mikilvægi kolefnishlutleysis í verslunar- og þjónustugreinum.
EuroCommerce og ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman, gáfu í júní sl., út nýja skýrslu sem varpar ljósi á mikilvægi fyrirtækja í verslunar- og heildsölugreinum í að ná kolefnishlutleysi í Evrópu. Skýrslan, sem ber heitið "Net Zero Game Changer", leggur áherslu á áhrif...
„Rétturinn til viðgerðar“ samþykktur á vettvangi Evrópusambandsins
Ráð Evrópusambandsins hefur samþykkti nýja tilskipun sem á að stuðla að viðgerð bilaðra eða gallaðra vara, einnig þekkt sem rétturinn til viðgerðar, R2R-tilskipunin. Með henni er ætlunin að gera neytendum auðveldara um vik að óska viðgerða í stað þess að skipta út...
Sjálfbærnisdagur atvinnulífsins 2024.
Samtök atvinnulífsins og Deloitte á Íslandi héldu Sjálfbærnidag atvinnulífsins 19.mars sl. þar sem fyrirtæki á Íslandi gafst tækifæri til að sækja sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni. Dagurinn var haldinn í þriðja sinn, núna í nýjum...
Samstarfssamningur SVÞ og VR/LÍV vekur athygli á norrænni ráðstefnu um græn umskipti.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, tók þátt á pallborðsumræðum um hæfniskröfur á norrænum vinnumarkaði í grænni framtíð. Umræðan, sem fór fram í Hörpu þann 1. desember, var hluti af fjölmennum þríhliða samtali sem Félags- og...