UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL
Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.
Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.
Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.
Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!
Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!
Mikil óvissa blasir við hjá skipafélögum
Viðskiptablaðið birtir í blaði sínu í dag viðtal við Benedikt S. Benediktsson, lögfræðing SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um þá óvissu og aukinn kostnað sem blasir við skipafélögum samkvæmt drögum að frumvarpi um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir -...
Glundroði stjórnvalda í loftlagsmálum
Heimsmet í hættu. Stjórnvöld virðast ekki vita í hvorn fótinn þau eiga að stíga þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum. Glundroði ríkir. Stjórnvöld hafa undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar um samdrátt losunar á beinni ábyrgð Íslands sem nemur um 29% árið 2030...
Erum fjær loftlagsmarkmiðum en við vorum 2005
Tekjuöflun stjórnvalda af bílum vinnur beinlínis gegn markmiðum sömu stjórnvalda um orkuskiptin og samdrátt í losun koltvísýrings segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, og stjórnarmaður SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu í nýjasta hlaðvarpi Markaðarins á...
SVÞ og Bílgreinasambandið gagnrýna harðlega stefnu stjórnvalda við skattlagningu á rafbíla og önnur vistvæn ökutæki
TÚRISTI.is fjallar í dag um harða gagnrýni SVÞ og Bílgreinasambandsins [BGS] á stefnu stjórnvalda við skattlagningu á rafbílum og öðrum vistvænum ökutækjum. Þar segir m.a.; Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt hvernig þau ætla að ná markmiðum um græna framtíð og...
Matarsóun íslenskra heimila og í smásölu og dreifingu mælist undir meðaltali í Evrópu
Umhverfisstofnun birtir á vef sínum 29.september s.l. niðurstöðu mælingum stofnunarinnar á matarsóun á Íslandi. Þar kemur m.a. fram að matarsóun á Íslandi jafngildir um 160 kílóum á hvern íbúa á ári. Tæpur helmingur allrar matarsóunar á sér stað í frumframleiðslu...
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins, opið fyrir umsóknir.
Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög óska eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins fyrir 13. október 2023. Verðlaunin verða veitt af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á...