UMHVERFIS-, SJÁLFBÆRNI- OG LOFTSLAGSMÁL

Í umhverfisstefnu SVÞ kemur fram að meginmarkmið samtakanna á þessu sviði er að vera aðildarfyrirtækjum okkar og atvinnulífinu öllu góð fyrirmynd í umhverfismálum og sjálfbærni, og að leiðbeina, fræða og hvetja og styðja við aðildarfyrirtæki í málaflokknum, enda sé ekki síst skýr ávinningur af því fyrir aðildarfyrirtæki í formi betri afkomu, aukinnar starfsánægju starfsfólks og bættrar ímyndar.

Við hvetjum aðildarfyrirtæki og starfsmenn þeirra til að hafa umhverfismál að leiðarljósi í starfsemi sinni.

Á innra vefsvæði fyrir félagsmenn má finna ýmislegt gagnlegt efni til að koma fyrirtækinu þínu af stað á vegferð ykkar til sjálfbærni og ábyrgðar í umhverfismálum, kveikja hugmyndir og veita innblástur.

Við hvetjum félagsmenn til að deila með okkur efni og upplýsingum  sem geta nýst öðrum fyrirtækjum til að bæta sig í þessum málum og veita þeim innblástur með því að segja frá því sem þið eruð að gera!

Kíktu á hlekkina í hliðarstikunni og kynntu þér efnið sem þú finnur hér fyrir neðan!

Umhverfisdagur atvinnulifsins 2023

Umhverfisdagur atvinnulifsins 2023

Á rauðu ljósi? Umhverfisdagur atvinnulífsins 2023 verður haldinn miðvikudaginn 29. nóvember í Hörpu kl. 13:00-15:00 undir yfirskriftinni Á rauðu ljósi? Tengslamyndun tekur við milli 15:00 – 16:00. SKRÁNING Í SAL EÐA STREYMI HÉR!  Umhverfisdagur atvinnulífsins...

Lesa meira
Mikil óvissa blasir við hjá skipafélögum

Mikil óvissa blasir við hjá skipafélögum

Viðskiptablaðið birtir í blaði sínu í dag viðtal við Benedikt S. Benediktsson, lögfræðing SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um þá óvissu og aukinn kostnað sem blasir við skipafélögum samkvæmt drögum að frumvarpi um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir -...

Lesa meira
Glundroði stjórnvalda í loftlagsmálum

Glundroði stjórnvalda í loftlagsmálum

Heimsmet í hættu. Stjórnvöld virðast ekki vita í hvorn fótinn þau eiga að stíga þegar kemur að aðgerðum í loftslagsmálum. Glundroði ríkir. Stjórnvöld hafa undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar um samdrátt losunar á beinni ábyrgð Íslands sem nemur um 29% árið 2030...

Lesa meira
Erum fjær loftlagsmarkmiðum en við vorum 2005

Erum fjær loftlagsmarkmiðum en við vorum 2005

Tekjuöflun stjórnvalda af bílum vinnur beinlínis gegn markmiðum sömu stjórnvalda um orkuskiptin og samdrátt í losun koltvísýrings segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, og stjórnarmaður SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu í nýjasta hlaðvarpi Markaðarins á...

Lesa meira