Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir ýmsar landbúnaðarvörur á árinu 2026.
Um er að ræða tollkvóta vegna innflutnings á:
- Landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins
- Ostum og unnum kjötvörum frá Bretlandi
- Ostum frá Noregi
- Blómum, trjám o.fl.
Umsóknarfrestur er til 20. desember 2025 kl. 12:00, og skulu umsóknir berast rafrænt.
Úthlutun tekur mið af markmiðum stjórnvalda um gagnsæi, jafnræði í aðgengi að kvótum og skilvirka nýtingu kerfisins.
SVÞ hvetur aðildarfyrirtæki sem starfa á sviði verslunar og dreifingar matvæla til að kynna sér auglýsinguna og meta hvort úthlutun tollkvóta geti stutt við rekstur þeirra og samkeppnishæfni á komandi ári.
Sjá nánar á vef atvinnuvegaráðuneytisins: Auglýsing um umsóknir í tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur 2026.