Viðskiptablaðið fjallar í dag um ræðu Jóns Ólafs Halldórssonar, formann Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), á ráðstefnu samtakanna Virkjum hugann! 360°sjálfbærni fyrr í dag og gerði eftirlitstofnunum að umræðuefni sínu.

„Eftirlit með því að lögum og reglum sé fylgt í atvinnulífinu er nauðsynlegt,“ segir Jón. Hann bætir við að ríkisstjórnin og flestir atvinnurekendur séu sammála um að hægt sé að gera skýrari reglugerðir en eru í dag og auk þess að einfalda eftirlit með því að þeim sé framfylgt á samræmdan hátt. Eftirlitsiðnaður sé þannig eins og „illviðráðanlegur frumskógur þar sem erfitt er að rata og gengur lítið að komast út úr þótt vilji sé fyrir hendi.“

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTTINA