Það er óhætt að segja að við hjá SVÞ og samstarfsfólk okkar hjá VR og Háskólanum í Reykjavík höfum ástæðu til að fagna nýrri gervigreindarstefnu stjórnvalda.
Stefnan er algjörlega í samræmi við hvatningu og tillögur SVÞ og VR í stafrænum málum og í samræmi við vinnu SVÞ, VR og HR að sameiginlegum vettvangi fyrir aðgerðir til að efla vitund og skilning almennt á stafrænni tækni og umbreytingu og til að efla stafræna hæfni í atvinnulífi og á vinnumarkaði. Tillagan hefur verið formgerð í tillögu að stofnun stafræns ofurklasa með aðkomu sem allra flestra, þ.m.t. atvinnulífs, vinnumarkaðar, stjórnvalda og háskólasamfélags.
Við hjá SVÞ hlökkum mikið til framhaldsins!