Í aðgerðaáætlun um plastmálefni eru fyrirtæki í íslensku atvinnulífi meðal annars hvött til að leggja áherslu á ábyrga notkun plasts í stefnum sínum, nýta þær lausnir sem til eru og skapa nýjar lausnir þar sem það er mögulegt.

Grænvangur er ábyrgur fyrir aðgerð um „ábyrga notkun plasts í atvinnulífinu“ í samstarfi við samtök, fulltrúa og félög úr atvinnulífinu, ásamt Umhverfisstofnun.

Næstkomandi miðvikudag verður haldinn viðburður undir yfirskriftinni Plastið í atvinnulífinu – lærum hvert af öðru og öxlum ábyrgð.

Með þessum viðburði er ætlunin að vekja athygli atvinnulífs á þeim sóknarfærum sem felast í að auka virði vöru og þjónustu með því að nýta plast með ábyrgum hætti í starfsemi sinni og draga úr plastnotkun þar sem það er mögulegt. Markmiðið er að atvinnulífið grípi til aðgerða til að draga úr notkun plasts og auka hlut endurunnins plasts.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ FREKARI UPPLÝSINGAR, DAGSKRÁ OG SKRÁ ÞIG