Á MIÐNÆTTI TAKA GILDI HERTAR REGLUR UM SAMKOMUTAKMARKANIR
- Í verslunum verður heimilt að taka á móti 50 manns í rými og til viðbótar fimm viðskiptavinum fyrir hverja 10 m 2 umfram 100 m 2 .
- Þó mega verslanir að hámarki taka á móti 200 viðskiptavinum í rými.
- Áfram skal leitast við að viðhafa 2 metra nálægðartakmörkun þar sem fólk staldrarvið í lengri tíma, svo sem í biðröðum á kassasvæðum.
- Áfram er óskoruð grímuskylda í verslunum og verslunarmiðstöðvum.
Að öðru leyti skal á öllum vinnustöðum, s.s. á skrifstofum, og í allri starfsemi tryggja að ekki séu á sama tíma fleiri en 10 einstaklingar inni í sama rými.
_________________________
Fyrir stundu var birt tilkynning á vef heilbrigðisráðuneytisins með fyrirsögnina COVID-19: Almennar samkomutakmarkanir hertar á miðnætti. Í tilkynningunni segir m.a.:
Hámarksfjöldi í verslunum fari úr 500 í 200 manns.
Í tilkynningunni er að finna drög að nýrri reglugerð um takmörkum á samkomum vegna farsóttar. Gengið er út frá því að hún verði birt í dag í Stjórnartíðindum og taki gildi á miðnætti.
Af lestri reglugerðardraganna verður ráðið að þær meginreglur muni gilda að fjöldasamkomur, þar sem 10 einstaklingar eða fleiri koma saman, séu óheimilar og tryggja skuli að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
Í tilviki verslana er vikið frá meginreglunum að tvennu leyti:
- Verslunum verður heimilt að taka við 50 manns í rými og til viðbótar 5 viðskiptavinum í viðbót fyrir hverja 10 m2 umfram 100 m2.
Sú meginbreyting verður hins vegar að í stað þess að hámarksfjöldi viðskiptavina í rými nemi 500 viðskiptavinum mun hann nema 200 viðskiptavinum.
Svo dæmi sé tekið verður unnt að taka á móti 50 viðskiptavinum í 90 m2 rými, 55 viðskiptavinum í 110 m2 rými, 100 viðskiptavinum í 200 m2 rými, 150 viðskiptavinum í 300 m2 rými og 200 viðskiptavinum í 400 m2 rými eða stærra. - Óskoruð grímuskylda mun gilda í verslunum og verslunarmiðstöðvum.
SJÁ NÁNAR TILKYNNINGU FRÁ STJÓRNARRÁÐI ÍSLANDS