„Hér er að koma einhver risi inn á markaðinn“
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ var í viðtali í fréttatíma RÚV í kvöld þar sem hann sagði m.a. að uppgangur kínverska netverslunarrisans Temu í Danmörku gefi til kynna hvernig þróunin getið orðið hér á landi.
Temu hefur rutt sér til rúms á skömmum tíma um álfuna, með lágu vöruverði og miklu úrvali.
Andrés segir að Temu hafi í raun ekki hafið markaðssetningu hér á landi en fróðlegt verði að fylgjast með þróuninni.
„Hér er að koma einhver risi inn á markaðinn, með markaðskapital upp á þrjá milljarða Bandaríkjadala, nokkuð sem aldrei hefur sést áður. Í samanburði hafi markaðsfé AliExpress á sínum tíma verið smámunir.“
Sjá alla frétt og viðtal við Andrés inn á RÚV.is