Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag, 28.ágúst 2024,  viðtal við Benedikt S. Benediktsson, lögfræðing samtakanna en SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa lýst yfir óánægju með ummæli Breka Karlssonar, formanns Neytendasamtakanna, sem fullyrti að samkeppnisaðilar á dagvörumarkaði hefðu haft með sér þögult samkomulag um að halda markaðnum óbreyttum. Tilefni ummælanna var opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís við Smáralind í Kópavogi fyrr í ágúst.

SVÞ telja að Breki hafi með þessum orðum borið fyrirtækin á markaðinum þungum sökum án rökstuðnings. Þeir benda á að afkomutölur fyrirtækjanna sýni ekki merki um slíkt samkomulag og að það sé alvarlegt að setja fram slíkar ásakanir án sannana.

Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ, segir ma., í viðtali við Morgunblaðið, að „það sé óraunhæft að saka fyrirtækin um að viðhalda stöðugleika á markaðnum þar sem afkomutölur sýni að þau hafi ekki grætt óeðlilega. Hann bendir á að verðkannanir séu eðlilegur hluti af samkeppni, bæði hér á landi og erlendis.“

Að lokum taka SVÞ fram að þau fagna aukinni samkeppni með innkomu Prís og telja að gagnrýni á markaðsaðstæður sé á misskilningi byggð.

Viðskiptablað Morgunblaðsins 28.ágúst 2024
  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn