Ný gögn RSV sýna mikla aukningu í netinnkaupum Íslendinga – fatnaður og byggingavörur leiða sóknina.

Erlend netverslun Íslendinga heldur áfram að vaxa og hefur náð nýjum hæðum á fyrsta fjórðungi ársins 2025. Samkvæmt nýjustu gögnum Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) jókst byggingavöruverslun um 50,3% á tímabilinu – sem endurspeglar auknar þarfir og væntingar neytenda gagnvart hagkvæmum og fjölbreyttum innkaupamöguleikum.

Heildarvelta erlendrar netverslunar tæpum milljarði króna, sem er 22,7% aukning miðað við sama tímabil árið áður. Mikil aukning mældist einnig í fataverslun (18%) og öðrum vöruflokkum (22,3%).

Þessar tölur sýna greinilega hvernig íslenskir neytendur nýta sér erlenda netverslun í auknum mæli – þróun sem kallar á vandaða greiningu og aðlögun að nýjum aðstæðum.

RSV býður upp á ítarlega skýrslu þar sem farið er í spálíkön, sundurliðaðar tölur og kaupvenjur Íslendinga á erlendum mörkuðum. Félagsfólk SVÞ fá skýrsluna með afslætti – verð er 69.900 kr.

 Pantaðu skýrsluna með því að senda póst á: rsv(hjá)rsv.is