kristin
  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
Fræðslufundaröð Litla Íslands er að hefjast í vikunni en efnt verður til sex opinna funda þar sem sjónum er beint að hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Fundirnir fara fram í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Þeir sem hafa ekki tök á að mæta á fundina geta fylgst með þeim í beinni útsendingu á nýrri heimasíðu Litla Íslands (www.litlaisland.is).

Á fyrsta fundinum föstudaginn 3.nóvember kl.9-12 mun Kristín Þóra Harðardóttir lögmaður á vinnumarkaðssviði SA fjalla um helstu ákvæði kjarasamninga og það helsta sem kemur upp í starfsmannamálum. Fjallað verður m.a. um vinnutíma, uppsagnarfrest, veikindarétt,  orlof og brotthlaup úr starfi.

SKRÁNING HÉR

Hér má nálgast frekari upplýsingar um fræðslufundaröð Litla Íslands