Litla Íslands efnir til fræðslufundar í Húsi atvinnulífsins föstudaginn 24. nóvember kl. 9-10. Þar mun Inga Björg Hjaltadóttir, héraðsdómslögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, ráðgjafi og eigandi hjá Attentus, fjalla um helstu samninga í fyrirtækjarekstri og mikilvægi vandaðrar samningagerðar.
Rætt verður m.a. um ráðningarsamninga, hluthafasamkomulag, leigusamninga, samninga við birgja og viðskiptavini. Ef samningamálin eru í lagi geta stjórnendur einbeitt sér að því að láta reksturinn blómstra og því til mikils að vinna að vanda alla samningagerð.
Fundirnir hafa verið vel sóttir og fjölmargir hafa auk þess horft á beina útsendingu frá fundunum í Sjónvarpi atvinnulífsins eða upptökur sem eru á vef Litla Íslands.