Frum­varp að lög­um um kíló­metra­gjald, sem taka eiga gildi um ára­mót, fel­ur ekki aðeins í sér kerf­is­breyt­ing­ar held­ur jafn­framt veru­leg­ar skatta­hækk­an­ir.

Bene­dikt S. Bene­dikts­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu seg­ir áhrif skatta­hækk­an­anna víðtæk, en hann er viðmæl­andi viðskiptaþátt­ar Dag­mála í dag.

„Það sem við heyr­um frá okk­ar geir­um er að flutn­ings­kostnaður er að fara að hækka, flutn­ing­ur vara út á land og kostnaður við dreif­ingu hér í höfuðborg­inni. Rekstr­ar­kostnaður þeirra sem nota drátt­ar­vél­ar mun hækka, sem og þeirra sem aka mjólk­ur­bíl­um og vænt­an­lega aðila eins og Orku­bús Vest­fjarða sem keyr­ir á dísi­lol­íu til fram­leiðslu á raf­orku yfir harðasta tím­ann, þannig að þetta eru ansi víðtæk áhrif,“ seg­ir Bene­dikt

Skili sér út í verðlag

Hann seg­ir breyt­ing­arn­ar bylm­ings­högg fyr­ir fyr­ir­tæk­in og viðskipta­vini þeirra. Auk­inn rekstr­ar­kostnaður skili sér út í verðlag.

„Fyr­ir­tæk­in verða fyr­ir höggi og það má gera ráð fyr­ir að viðskipta­vin­ir þeirra verði fyr­ir höggi, hvort sem það eru önn­ur fyr­ir­tæki eins og til dæm­is mat­vöru­versl­an­ir úti á landi, þær munu aug­ljós­lega þurfa að hækka verð til þess að mæta þess­um kostnaðar­hækk­un­um í vöru­flutn­ingi, og bara hinn al­menni neyt­andi,“ seg­ir Bene­dikt.

Áhrif­in seg­ir hann að munu koma fram í nokkr­um und­irliðum vísi­töl­unn­ar.

„Öllum und­irliðum þar sem menn reiða sig á vöru­flutn­inga. Und­irliður­inn sem snýr að veg­gjöld­um verður ekki eini liður­inn sem gera má ráð fyr­ir að taki hækk­un­um,“ árétt­ar Bene­dikt.

Víðtæk áhrif skattahækkana Athugið að það þarf áskrift til að horfa á viðtalið!