Bylting og breytingar í þjónustu og verslun – frá ráðstefnu SVÞ þann 23. mars sl.

Bylting og breytingar í þjónustu og verslun – frá ráðstefnu SVÞ þann 23. mars sl.

Á ráðstefnu SVÞ þann 23. mars sl. sem haldin var í tengslum við ársfund samtakanna fjallaði Anna Felländer, ráðgjafi og hagfræðingur, í sinni framsögu um  áhrif stafrænu byltingarinnar á verslun og þjónustu og þær breytingar sem eru framundan í þeim efnum. Breytt neysluhegðun aldamótakynslóðarinnar felur í sér ögrandi verkefni fyrir alla sem starfa við verslun og þjónustu í dag. Þróunin er hröð og á sér stað um allan heim og því var afar fróðlegt að heyra í einum helsta sérfræðingi nútímans á þessu sviði miðla af reynslu sinni og þekkingu.

Glærur Önnu Felländer.

 

Á ráðstefnunni kynnti Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans niðurstöður nýrrar greiningar á stöðu, þróun og horfum í íslenskri verslun. Á sama tíma var  gefið út glæsilegt veftímarit um íslenska verslun.

Tímarit Landsbankans – Verslun og þjónusta

Glærur Daníels Svavarssonar.

 

Auk þess sem formaður SVÞ, Margrét Sanders, og ráðherra ferðamála, iðnaðar, og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir héldu tölu á ráðstefnunni sem fór fram undir styrkri stjórn Guðmundu Óskar Kristjánsdóttur viðskiptastjóra verslunar og þjónustu hjá Landsbankanum.

Umfjöllun á mbl.is

Umfjöllun á vb.is  – Anna Felländer segir að verslunin verði að aðlagast neysluvenjum aldamótakynslóðarinnar.

Umfjöllun á vb.is – Anna Felländer segir deilihagkerfið ekki endilega vera ógn við hefðbundin verslunarfyrirtæki.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttirunspecified-2
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir_unspecified-3
Margrét Sanders_7
Guðrún Tinna Ólafsdóttir_9
Frá fundinum-14
Frá fundinum-8
Daníel Svavarsson_6
Daníel Svavarsson_5
Ársfundur SVÞ_unspecified-1
Árni Þór Þorbjörnsson 11
Anna Fellander-13
Anna Felländer-12
Anna Fellander-10