Alþjóðabankinn spáir því að hrávöruverð haldist stöðugt árið 2019 þrátt fyrir miklar verðsveiflur á síðasta ári.

Alþjóðabankinn spáir því að hrávöruverð haldist stöðugt árið 2019 þrátt fyrir miklar verðsveiflur á síðasta ári.

Samantekt

Hrávörumarkaður er að margra áliti meira spennandi en mörg önnur svið viðskipta. Ekki þarf að tíunda mikilvægi hrávöruviðskipta fyrir bæði framleiðendur og neytendur. Verðbólgan var undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands samfellt frá febrúar 2014 til mars 2018, m.a. vegna verðlækkunar olíu og annarra hrávara. Lækkandi hrávöruverð á heimsmarkaði hafði áhrif á vöruverð innfluttra neysluvara. Lægra hrávöruverð hafði jafnframt óbein áhrif á hérlent söluverð vara vegna lægri kostnaðar í innlendri matvælaframleiðslu sem háð er innflutningi á erlendum hrávörum. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða þróun og horfur á hrávörumarkaði. Samkvæmt skýrslu Alþjóðabankans, sem kom út í byrjun árs um horfur í heimshagkerfinu, er því spáð að hrávöruverð verði stöðugt á þessu ári eftir miklar sveiflur á síðasta ári. Olíuverð var að meðaltali um 68 Bandaríkjadalir fyrir fatið árið 2018 eða um 30% hærra en árið 2017. Alþjóðabankinn spáir því að olíuverð verði að meðaltali um 67 Bandaríkjadalir fyrir fatið á yfirstandandi ári.

Hér má nálgast greininguna í heild sinni

 

Skýrslan Framleiðni í íslenskri verslun er komin út

Skýrslan Framleiðni í íslenskri verslun er komin út

Á tímabilinu 2008 til 2017 hækkaði framleiðni vinnuafls í heild- og smásöluverslun um 3,7% á ári. Framleiðnivöxturinn var meiri í smásölu en heildverslun og meiri en í atvinnulífinu í heild. Þannig var árlegur vöxtur í framleiðni vinnuafls í smásölu 4,5%, um 1,8% í heildverslun og um 1,5% hjá öllum atvinnugreinum í heild sinni. Ein skýring sem nefnd hefur verið fyrir lægri vexti í framleiðni í heildverslun er sú að lítið hafi verið um tækninýjungar í greininni.

Skýrslan er hugsuð sem viðbót við skýrsluna Íslensk netverslun –áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni.

Skýrsluna má nálgast hér.