


Vísitala neysluverðs, júní 2018
Samantekt frá SVÞ um þróun undirliða vísitölu neysluverðs í júní 2018.

Notkun á gervigreind hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja
Samantekt
Neytendur eru í vaxandi mæli að tileinka sér stafrænan lífstíl. Val neytenda á vörum getur að miklu leyti ákvarðast af upplýsingum og samskiptum á veraldarvefnum. Í þessu samhengi verður sífellt mikilvægara fyrir netverslanir að fylgjast með og kortleggja ferðalag viðskiptavinarins — fyrir, á meðan og eftir kaupin — til að fylgjast með neysluhegðun hans. Í eftirfarandi greiningu verður fjallað um alþjóðlega þróun netverslunar á Norðurlöndum, utan Íslands . Stafræn tækniþróun felur í sér að kaup á vörum á netinu erlendis frá fer vaxandi sem hluti af alþjóðlegri smásölu. Á árinu 2017 hafði þriðjungur kaupenda á Norðurlöndum keypt vörur erlendis frá í gegnum netið.

Vísitala neysluverðs, maí 2018
Samantekt frá SVÞ um þróun undirliða vísitölu neysluverðs í maí 2018.

Vísitala neysluverðs, apríl 2018
Samantekt frá SVÞ um þróun undirliða vísitölu neysluverðs í apríl 2018.

Innflutt byggingarefni heldur aftur af hækkun byggingarvísitölunnar
Samantekt
Þróun vísitölu byggingarkostnaðar og undirvísitalna frá því í janúar 2017 þar til janúar 2018 sýnir að byggingarvísitalan hefur hækkað um 4,8%. Undirvísitalan „Innlent efni“ hækkaði mest á tímabilinu eða um 7,5% en á hinn bóginn lækkaði „Innflutt efni“ um 1,2%. Sé litið á verðþróun á mat- og drykkjavörum má sjá að síðastliðna tólf mánuði hefur verð á drykkjavörum lækkað um 2,3% á meðan verð á matvöru hefur hækkað um 0,13%. Síðastliðna 12 mánuði hefur meðalverð á Brent Norðursjávarolíu hækkað um 25,7% en meðalverð á henni var í janúar síðastliðnum um 69 Bandaríkjadollarar á fatið og hefur ekki verið hærra síðan í nóvember 2014. Olíuverð hefur þó lækkað á síðustu dögum. Þegar þetta er skrifað kostar fatið af Brent olíu um það bil 65 dali. Þá hefur verð á heilbrigðisþjónustu hækkað um 3,8%.
Hér má nálgast janúar greiningu VNV.
Gröf með greiningunni