Erlendar netverslanir á borð við Shein og Temu eru fyrirferðarmiklar á neytendamarkaði og íslensk verslunarfyrirtæki hafa af þeim sökum staðið frammi fyrir áskorunum. Fjölmörg dæmi eru um að netverslanir sem selja vörur beint frá ríkjum utan EES-svæðisins gæti þess ekki að uppfylltar séu strangar kröfur sem fyrirtæki á EES-svæðinu þurfa að fylgja, m.a. hvað varðar vöruöryggi, efnainnihald, eða upplýsingagjöf til neytenda. 

Þetta er ekki bara spurning um ójafna samkeppni – þetta snýst um traust, öryggi og framtíð íslenskrar verslunar. 

SVÞ Samtök verslunar og þjónustu bjóða til upplýsingafundar miðvikudaginn 29. október kl. 08:30 í Húsi atvinnulífsins, þar sem við ræðum stöðuna á Íslandi, þróun í Evrópu og aðgerðir sem eru í sjónmáli. 

Á fundinum koma saman fulltrúar frá Rannsóknasetri verslunarinnar, Umhverfisstofnun, Mannvirkjastofnun, Neytendastofu og Kringlunni – auk SVÞ . 

👉 Vertu með – mótaðu framtíðina með okkur! 

Þetta er tækifærið til að taka þátt í samtali sem skiptir máli.  

Skráðu þig hér – umræðan fer fram 29. október kl. 08:30. 

 Ekki láta þetta fram hjá þér fara – þetta snýst um framtíðina.