Í grein á vef Fjármálaráðuneytisins í dag kemur m.a. eftirfarandi fram:

„Verðlag á Íslandi var 66% hærra en að meðaltali í löndum ESB árið 2017 samkvæmt rannsókn evrópsku hagstofunnar Eurostat sem hefur verið í umræðunni að undanförnu. Í þeim samanburði er verðlag í krónum umreiknað í verðlag í evrum og því hafa gengisbreytingar mikil áhrif á samanburðinn. Þegar krónan styrkist verða vörur sem verðlagðar eru í íslenskum krónum dýrari í evrum talið og því hækkar verðlag sjálfkrafa á þennan samræmda mælikvarða. Styrking krónunnar á árunum 2013-2017 hefur aftur á móti stuðlað að lægra vöruverði hér á landi í íslenskum krónum og þannig aukið kaupmátt heimilanna. Afnám tolla og vörugjalda hefur stuðlað enn frekar að lægra vöruverði í mikilvægum vöruflokkum eins og komist er að í skýrslu Hagfræðistofnunar.

Lesa má greinina í heild sinni á vef fjármálaráðuneytisins hér.