SSSK hélt glæsilega ráðstefnu undir yfirskriftinni „Ábyrgð okkar allra“ fyrir fullu húsi í Gamla bíói föstudaginn 11. mars sl. undir styrkri stjórn Ólafar Kristínar Sívertsen fagstjóra Skóla ehf.
Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður samtakanna ávarpaði ráðstefnugesti og orðaði m.a. mikilvægi frelsis, fjölbreytni og fagmennsku.
Fyrirlestra fluttu Elín María Björnsdóttir, alþjóðlegur ráðgjafi hjá stofnun FranklinCovey með fyrirlestur undir yfirskriftinni „Sjö venjur til árangurs“ og Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni, fyrirlestur undir yfirskriftinni „Umhverfisvitund og vald þekkingar“. Fengu báðir fyrirlesarar mjög góðar undirtektir gesta.
Milli atriða fluttu nemendur frá Landakotsskóla frumsamin tónlistaratriði og hlutu mikið lófatak fyrir.
Að lokinni ráðstefnu var boðið upp á léttar veitingar við ljúfan píanóleik.