FRÆÐSLA
Fræðsla og hæfniþróun – lykill að árangri
SVÞ leggur áherslu á að efla menntun og hæfniþróun í verslunar- og þjónustugreinum. Samtökin vinna að mótun grunn- og framhaldsmenntunar með tilliti til þarfa atvinnulífsins og styðja við starfs- og endurmenntun starfsfólks.
Samstarf og stefnumótun SVÞ vinna með yfirvöldum, launþegasamtökum og atvinnurekendasamtökum að mótun menntastefnu og eiga fulltrúa í stjórn SVS – Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks.
Stafræn viðskiptalína og Fagnám verslunar SVÞ komu að stofnun Stafrænnar viðskiptalínu með Verzlunarskóla Íslands og vinna að þróun Fagnáms verslunar með SVS og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Ræktum vitið – hæfni starfsfólks í brennidepli Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV Ræktum vitið, setur athyglina á hæfni starfsfólks í greininni. Verkefnið leggur áherslu á sí- og endurmenntun og íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn. Vefsíðan raektumvitid.is var opnuð í febrúar 2025.
Nýtt nám í stjórnun verslunar og þjónustu Háskólinn á Bifröst býður upp á nýtt BS-nám í stjórnun verslunar og þjónustu til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nánari upplýsingar: bifrost.is.
Fræðsluviðburðir og námskeið SVÞ skipuleggja reglulega fræðsluviðburði og námskeið til að styrkja starfsemi fyrirtækja og auka samkeppnishæfni.
Með markvissri fræðslu og samstarfi tryggjum við framþróun verslunar og þjónustu á Íslandi!
FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI
Mikill áhugi á þróun í greiðslumiðlun
Fundur SVÞ og KPMG um vegferð greiðslumiðlunar sem haldinn var 25. september sl. var mjög vel sóttur.
Sértilboð á netnámskeiðið Árangursrík framtíðarsýn
Sértilboð á netnámskeiðið Árangursrík framtíðarsýn með Eddu Blumenstein. Lykillinn að langtíma árangri fyrirtækja í stafrænum heimi er að setja viðskiptavininn í fyrsta sæti. Fyrsta skrefið í er að setja niður skýra framtíðarsýn þar sem viðskiptavinurinn er í forgrunni.
Morgunfundur: Fjártækni og framtíðin: Vegferð greiðslumiðlunar hérlendis
KPMG og SVÞ bjóða til morgunfundar þann 25. september, um þær fjölmörgu leiðir sem standa til boða fyrir vöru- og þjónustuveitendur á sviði greiðslumiðlunar og geiðslumiðla.
Máltækni – hvaða máli skiptir hún fyrir fyrirtæki?
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir segir frá máltækniverkefninu Almannaróm og Arnar Gísli Hinriksson fjallar um áhrif máltækni þegar kemur að leitarvélum og leitarvélabestun.
Ritz Carlton þjónustuskólinn – sérkjör fyrir SVÞ félaga
SVÞ félögum bjóðast sérkjör á námskeið frá Þjónustuskóla Ritz Carlton sem haldið verður á Hilton Reykjavík Nordica í september.
Sæfivörur: Kynningarfundur um skyldur framleiðenda og innflytjenda
Vissir þú að sótthreinsivörur þurfa markaðsleyfi? Umhverfisstofnun og Samtök verslunar og þjónustu bjóða til kynningarfundar um sæfivörur miðvikudaginn 29. maí kl. 10:30-11:30