FRÆÐSLA

SVÞ leggur áherslu á að efla menntun sem tengist verslun og þjónustu. Í því felst að samtökin láta sig varða og taka þátt í mótun grunn- og framhaldsmenntunar fyrir starfsgreinarnar að teknu tilliti til þarfa verslunar- og þjónustugreina. Auk þess er lögð áhersla á að styðja við endurmenntun og starfsmenntun fólks sem þegar er starfandi í verslunar- og þjónustufyrirtækjum.

SVÞ móta stefnu í verslunar- og þjónustumenntun ásamt yfirvöldum menntamála, launþegasamtökum og öðrum félagasamtökum eftir því sem við á.

SVÞ taka þátt samstarfi við önnur atvinnurekendasamtök innana vébanda Samtaka atvinnulífsins á sviði fræðslu- og menntamála og eiga sæti í nefndum og ráðum á vegum fræðsluyfirvalda. Fulltrú SVÞ situr í stjórn SVS Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks link á sjóðinn.  

Stafræn viðskiptalína er ný námslína á framhaldsskólastigi sem SVÞ átti frumkvæði að koma á laggirnar í samstarfi við Verzlunarskóla Íslands, fulltrúa atvinnulífsins og SVS. Verið er að vinna að námsleiðinni Fagnámi verslunar í samvinnu SVÞ, SVS og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Hluti verkefnisins er þróun raunfærnimats á móti námsbrautinni. Stefnt er að því að hefja námið í janúar 2020.

Að auki standa samtökin að metnaðarfullri fræðslu- og viðburðardagskrá fyrir félagsmenn sína með því markmiði að hjálpa þeim að fylgjast með því sem er að gerast innan verslunar og þjónustu bæði hérlendis og erlendis, og auka samkeppnishæfni þeirra.

FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI

Enginn viðburður fannst!

Réttindi og skyldur vegna netsölu – félagsfundur 10. nóv. nk.

SVÞ boðar til félagsfundar  um réttindi og skyldur vegna sölu á netinu fimmtudaginn 10. nóvember nk. kl. 8.30 – 10.00 í Kviku, Húsi atvinnulífins, Borgartúni 35. Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15. Á fundinum mun lögfræðingur Neytendastofu fara yfir...

Lesa meira

Farsæll rekstur á Litla Íslandi

Fundaröð Litla Íslands um farsælan rekstur lítilla fyrirtækja er nú í fullum gangi en næsti fundur er nk. föstudag 3. júní og fjallar um starfsmenn og markmið. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, MBA, atvinnufélagsfræðingur, ráðgjafi og eigandi hjá Attentus ræðir um réttu...

Lesa meira

Fundaröð Litla Íslands

Litla Ísland er vettvangur þar sem smá fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum. Í tilefni sumarkomunnar efnir Litla Ísland til fundaraðar þar sem farsæll rekstur fyrirtækja verður í forgrunni. Mikilvægt er að undirbúa stofnun fyrirtækis vel og leggja grunn að góðum...

Lesa meira