FRÆÐSLA
Fræðsla og hæfniþróun – lykill að árangri
SVÞ leggur áherslu á að efla menntun og hæfniþróun í verslunar- og þjónustugreinum. Samtökin vinna að mótun grunn- og framhaldsmenntunar með tilliti til þarfa atvinnulífsins og styðja við starfs- og endurmenntun starfsfólks.
Samstarf og stefnumótun SVÞ vinna með yfirvöldum, launþegasamtökum og atvinnurekendasamtökum að mótun menntastefnu og eiga fulltrúa í stjórn SVS – Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks.
Stafræn viðskiptalína og Fagnám verslunar SVÞ komu að stofnun Stafrænnar viðskiptalínu með Verzlunarskóla Íslands og vinna að þróun Fagnáms verslunar með SVS og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Ræktum vitið – hæfni starfsfólks í brennidepli Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV Ræktum vitið, setur athyglina á hæfni starfsfólks í greininni. Verkefnið leggur áherslu á sí- og endurmenntun og íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn. Vefsíðan raektumvitid.is var opnuð í febrúar 2025.
Nýtt nám í stjórnun verslunar og þjónustu Háskólinn á Bifröst býður upp á nýtt BS-nám í stjórnun verslunar og þjónustu til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nánari upplýsingar: bifrost.is.
Fræðsluviðburðir og námskeið SVÞ skipuleggja reglulega fræðsluviðburði og námskeið til að styrkja starfsemi fyrirtækja og auka samkeppnishæfni.
Með markvissri fræðslu og samstarfi tryggjum við framþróun verslunar og þjónustu á Íslandi!
FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI
ChatGPT vinnustofa II: Fáðu sem mest út úr ChatGPT – fyrir lengra komna Uppselt
Frá vinnustofu SVÞ um „Omni Channel“ – innleiðing stafrænnar tækni í verslun
Í framhaldi af ársfundi SVÞ þann 23. mars sl. þar sem fjallað var um byltingu og breytingu í þjónustu og verslun stóð SVÞ fyrir vinnustofu í samvinnu við Eddu Blumenstein, doktorsnema við Viðskiptaháskólann í Leeds á Englandi. Á vinnustofunni var farið yfir næstu...
Kynningarfundur um merkingar á efnavöru
Haldinn í samvinnu Umhverfisstofnunar, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Félags atvinnurekenda Staður og tími: Borgartúni 35, 5. apríl 2017, kl. 10:00-12:00 Dagskrá: 10.00-10.05 Opnun 10:05-10:15 Efnalögin og eftirlit með efnavörum – Björn...
Frá félagsfundi – Gerum betur í þjónustu um jólin
Þriðjudaginn 22. nóv. var haldinn fundur á vegum SVÞ með yfirskriftinni Gerum betur í þjónustu. Margrét Reynisdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Gerum betur ehf. sagði stuttlega frá bók sem hún var að gefa út og inniheldur 50 uppskriftir að góðri þjónustu. Fyrstu 15...
Hverju þarf að huga að í rekstri minni og meðalstórra fyrirtækja? – Morgunfundur SVÞ og Deloitte 29. nóv.
Morgunfundur 29. nóvember kl. 8.30 - 10.00 Heitt á könnunni frá kl. 8.15 Fundarsalnum Kviku, Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35 Hverju þarf að huga að í rekstri minni og meðalstórra fyrirtækja? Farið er yfir hagnýt atriði fyrir minni og meðalstór fyrirtæki þegar kemur...
Frá félagsfundi um breytingar á persónuverndarlöggjöf
SVÞ héldu þann 17. nóvember félagsfund þar sem kynntar voru þær breytingar sem hafa verið gerðar á evrópsku regluverki um persónuverndarlöggjöf. Eins og fram kom á fundinum er um að ræða umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöfinni í tvo...
Frá félagsfundi um réttindi og skyldur vegna sölu á netinu
Fimmtudaginn 10. nóv. var haldinn félagsfundur á vegum SVÞ um réttindi og skyldur vegna sölu á netinu. Á fundinum héldu fulltrúar frá Neytendastofu, þ.e. sviðsstjóri og lögfræðingur neytendaréttarsviðs stofnunarinnar, erindi þar sem starfsemi Neytendastofu var kynnt...