FRÆÐSLA
Fræðsla og hæfniþróun – lykill að árangri
SVÞ leggur áherslu á að efla menntun og hæfniþróun í verslunar- og þjónustugreinum. Samtökin vinna að mótun grunn- og framhaldsmenntunar með tilliti til þarfa atvinnulífsins og styðja við starfs- og endurmenntun starfsfólks.
Samstarf og stefnumótun SVÞ vinna með yfirvöldum, launþegasamtökum og atvinnurekendasamtökum að mótun menntastefnu og eiga fulltrúa í stjórn SVS – Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks.
Stafræn viðskiptalína og Fagnám verslunar SVÞ komu að stofnun Stafrænnar viðskiptalínu með Verzlunarskóla Íslands og vinna að þróun Fagnáms verslunar með SVS og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Ræktum vitið – hæfni starfsfólks í brennidepli Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV Ræktum vitið, setur athyglina á hæfni starfsfólks í greininni. Verkefnið leggur áherslu á sí- og endurmenntun og íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn. Vefsíðan raektumvitid.is var opnuð í febrúar 2025.
Nýtt nám í stjórnun verslunar og þjónustu Háskólinn á Bifröst býður upp á nýtt BS-nám í stjórnun verslunar og þjónustu til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nánari upplýsingar: bifrost.is.
Fræðsluviðburðir og námskeið SVÞ skipuleggja reglulega fræðsluviðburði og námskeið til að styrkja starfsemi fyrirtækja og auka samkeppnishæfni.
Með markvissri fræðslu og samstarfi tryggjum við framþróun verslunar og þjónustu á Íslandi!
FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI
Tilgangur sem drifkraftur – lykill að árangri í rekstri | Fyrirlestur í beinni
Menntaverðlaun atvinnulífsins
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Nordica þriðjudaginn 11. febrúar 2025. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf. Tilnefningar þurfa að berast eigi...
Ársfundur atvinnulífsins 2024
Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Dagsetning: 19. september nk. Staður: Silfurberg, Harpa Tími: 15:00 - 17.00 Græn...
Sjálfbærnisdagur atvinnulífsins 2024.
Samtök atvinnulífsins og Deloitte á Íslandi héldu Sjálfbærnidag atvinnulífsins 19.mars sl. þar sem fyrirtæki á Íslandi gafst tækifæri til að sækja sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni. Dagurinn var haldinn í þriðja sinn, núna í nýjum...
Er áætlun um starfslok mannauðsmál? Fræðsluerindi í beinni
Samfélag fólks og fyrirtækja í verslunar og þjónustugreinum SVÞ, hefur nýtt ár með áhugaverðu erindi undir heitinu: Lykilþættir lífeyrismála:Er áætlun um starfslok mannauðsmál? Áætlun um starfslok: Mótun framtíðar með LV Fyrirlesarar: Hildur Hörn Daðadóttir,...
Opin ráðstefna SVÞ | Verslun og þjónusta á gervigreindaröld
Opin ráðstefna SVÞ … vegferðin, áskorarnirnar og tækifærin! Við keyrum haustið í gang á fullum krafti með opinni ráðstefnu SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu með ráðstefnunni: Verslun og þjónusta á gervigreindaröld. Dagsetning: fimmtudagurinn 24. ágúst 2023...
McKinsey & EuroCommerce kynna skýrslu um stöðu matvælaverslana 18.apríl n.k. í beinni
EuroCommerce og McKinsey bjóða félagsfólki SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu inn á einstakan vefviðburð til að kynna skýrslu þeirra um stöðu matvælaverslana fyrir árið 2023. Viðburðurinn fer fram 18. apríl kl. 11:30-12:30 CEST (09:30 á íslenskum tíma) Sérfræðingar...