FRÆÐSLA

Fræðsla og hæfniþróun – lykill að árangri

SVÞ leggur áherslu á að efla menntun og hæfniþróun í verslunar- og þjónustugreinum. Samtökin vinna að mótun grunn- og framhaldsmenntunar með tilliti til þarfa atvinnulífsins og styðja við starfs- og endurmenntun starfsfólks.

Samstarf og stefnumótun SVÞ vinna með yfirvöldum, launþegasamtökum og atvinnurekendasamtökum að mótun menntastefnu og eiga fulltrúa í stjórn SVS – Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks.

Stafræn viðskiptalína og Fagnám verslunar SVÞ komu að stofnun Stafrænnar viðskiptalínu með Verzlunarskóla Íslands og vinna að þróun Fagnáms verslunar með SVS og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Ræktum vitið – hæfni starfsfólks í brennidepli Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV Ræktum vitið, setur athyglina á hæfni starfsfólks í greininni. Verkefnið leggur áherslu á sí- og endurmenntun og íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn. Vefsíðan raektumvitid.is var opnuð í febrúar 2025.

Nýtt nám í stjórnun verslunar og þjónustu Háskólinn á Bifröst býður upp á nýtt BS-nám í stjórnun verslunar og þjónustu til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nánari upplýsingar: bifrost.is.

Fræðsluviðburðir og námskeið SVÞ skipuleggja reglulega fræðsluviðburði og námskeið til að styrkja starfsemi fyrirtækja og auka samkeppnishæfni.

Með markvissri fræðslu og samstarfi tryggjum við framþróun verslunar og þjónustu á Íslandi!

Stjórnun í verslun og þjónustu
ChatGPT Fyrirmæla Handbók Ræktum Vitið Menntastefna

FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI

Enginn viðburður fannst!

Framtíðin er græn og stafræn

Framtíðin er græn og stafræn

Sérfræðingar Krónunnar í stafrænum lausnum og sjálfbærni; þau Lilja Kristín Birgisdóttir og Sigurður Gunnar Markússon ætla að deila vegferð Krónunnar á sérstökum vef-fyrirlestri, miðvikudaginn 12. janúar n.k, undir fyrirsögninni; Framtíðin er græn og stafræn, vegferð...

Lesa meira
Net- og gagnaöryggi – nauðsyn ekki val

Net- og gagnaöryggi – nauðsyn ekki val

Sérfræðingar Deloitte á sviði persónuverndar og gagnaöryggis bjóða upp á gagnlegan og aðgengilegan fyrirlestur þar sem farið verður yfir helstu hluti sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að hafa á hreinu í tengslum við persónuvernd, netöryggi og netárásir.

Lesa meira