Ný löggjöf um greiðsluþjónustu mun taka gildi hér á landi innan skamms. Þessi nýja löggjöf, ásamt mjög miklum tækniframförum, mun gjörbreyta starfsemi fjármálafyrirtækja og einkum hafa áhrif á framþróun greiðsluþjónustu og skapa ný og áður óþekkt tækifæri fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki.
Þessar miklu breytingar sem eru rétt handan við hornið verða ræddar á fræðslufundi SVÞ sem haldinn verður þriðjudaginn 23. janúar kl. 8.30, Kviku Húsi atvinnulífsins.
Framsögumenn verða:
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga
Framtíð bankaþjónustu og PSD2
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna
Áhrif breytinga á fjármálamarkaði á verslun og þjónustu
Fundarstjóri: Margrét Sanders, formaður SVÞ
Oops! We could not locate your form.
