Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, hefur gefið út heildstæðan fræðslupakka og verkfærakistu sem gerir litlum og meðalstórum fyrirtækjum kleift að hefja vegferð sína í umhverfis- og loftslagsmálum.
Þessi heildstæði pakki gerir notendum kleift að setja sér stefnu, markmið og mæla árangurinn í samræmi við alþjóðlega viðurkennda staðla og er aðlagað að íslenskum raunveruleika með raundæmum úr íslensku atvinnulífi.
Markmið Festu er að það sé engin fyrirstaða fyrir því að hefja vegferð í loftslags- og umhverfisvænum rekstri.
SVÞ hvetur aðildarfyrirtæki sín til að kynna sér og nýta fræðsluna og verkfærakistuna, sem nálgast má hér: Samfelagsabyrgd.is/frettir/fraedslupakki-gjof-fra-festu