FRÉTTIR OG GREINAR
Verslunin blómstrar skv. nýrri skýrslu RSV
Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur nú gefið út skýrslu um árið 2020 í verslun auk fréttar um kortaveltu í janúar 2021. Tekið var viðtal við Eddu Blumenstein, forstöðumann setursins í Speglinum á RÚV þann 18. febrúar.
Fræðslufundur SA og SVÞ um starfsmanna- og kjaramál
Fræðslufundur SA og SVÞ um starfsmanna- og kjaramál verður haldinn 2. mars kl. 13:00 – 14:15. Fræðslufundurinn er aðeins fyrir félagsmenn SA.
Upplýsingafundur um ráðningarstyrk
Boðað er til fjarfundar 24. febrúar frá 09:00 – 10:00 fyrir félagsmenn þar sem sérfræðingar Vinnumálastofnunar og Samtaka atvinnulífsins fara yfir úrræði stjórnvalda um ráðningarstyrk.
Kynningarfundur: Redefining Reykjavík
SAF og SVÞ standa fyrir félagsfundi fimmtudaginn 18. mars kl. 13:30 þar sem kynnt verður markaðsátak Reykjavíkur og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til erlendra ferðamanna. Átakið verður keyrt af stað um leið og aðstæður leyfa.
Fagnám fyrir starfandi verslunarfólk
Hefur þú kynnt þér fagnám verslunar- og þjónustu við Verzlunarskóla Íslands fyrir þitt starfsfólk?
Metþátttaka á vefverslunarráðstefnu og aðgangur opnaður enn frekar
Vel yfir 600 manns eru skráðir á vikulanga ráðstefnu SVÞ og KoiKoi fyrir vefverslanir sem nú stendur yfir og vakið hefur mikinn áhuga.
Ert þú alveg kjörin/n í stjórn SVÞ?
Óskað er eftir framboði til formanns SVÞ, fjögurra meðstjórnenda í stjórn SVÞ og fulltrúa SVÞ í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins.
Álitamál varðandi tekjufallsstyrki
Í Fréttablaðinu þann 28. janúar birtist umfjöllun þar sem Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ, segir erfitt að horfa upp á tilvik þar sem fyrirtæki séu nálægt því að uppfylla skilyrði tekjufallsstyrks stjórnvalda, en gera það ekki í ljósi strangra lagaskilyrða og óheppilegra tímasetninga.
SAMAN ERUM VIÐ STERKARI!
Með aðild hefurðu áhrif sem hluti af sterkum hópi íslenskra fyrirtækja í verslun og þjónustu!







