Íslendingar eru fyrr á ferðinni í ár að kaupa jólafagjafir heldur en áður. Aftur á móti er það  ávallt tiltekinn  hópur Íslendinga sem bíður með að kaupa gjafirnar allt fram á síðustu daga fyrir jól. Ef þú ert einn af þeim sem verður að takast á við jólakaupin þessa  síðustu og erilsömu daga fyrir jól þá eru hér nokkrar ábendingar til að draga úr líkum á að lenda í vandræðum við innkaupin.

Gerðu eins og margir íslenskir neytendur eru farnir að gera, þ.e. athugaðu fyrst verð og úrval á netinu, þannig að þú vitir hvar þú getur fundið gjöfina á sem hagstæðasta verði. Ef þú vilt vera viss um að fá gjöfina afhenta tímanlega, svona skömmu fyrir  fyrir jólin, þá er berst að kaupa hana í  staðbundinni búð enda ekki í öllum tilvikum hægt að tryggja að vara berist með pósti með svo skömmum fyrirvara þó undantekningar kunni þar að vera á. Mundu að athuga hvort að  hægt sé að skipta gjöfinni ef hún fellur ekki að smekk viðtakanda eða sá hin sami hafi fengið nokkur eintök af vörunni.  Það er hægt að skipta í flestum búðum en það á ekki við allar.

Ef þú velur að kaupa gjöf á netinu, til þess að forðast að standa í röð og svitna af stressi í undirfatabúð eða skartgripabúð með öðrum á síðustu mínútum, verður þú að tryggja að það takist að afhenda vöruna tímanlega. Rétt er að ítreka að sífellt fleiri  vefverslanir eru farnar að bjóða upp á sendingu samdægurs.  Athugaða möguleika búðarinnar rækilega hvað varðar sendingar samdægurs.  Margar verslanir hafa bæði staðbundna búð og vefverslun, sem bjóða upp á að þú getur pantað gjöfina fyrst á netinu og síðan sótt hana í búðina.
Verslanir hafa á undanförnum gert mikið til þess að auðvelda þér að gefa gjafir í friði og ró, líka á síðustu dögum fram að jólum. Á þessu ári er meirihluti verslana opin 23. desember og margar jafnvel langt fram á kvöldið.

Ef þú uppgötvar samt á aðfangadagsmorgni að þú þarft eina gjöf eða tvær, þá eru ýmsir valkostir sem standa þér til boða. Hvernig væri að gefa upplifun í formi gjafabréfa? Þessi bréf er hægt að kaupa og prenta út á heimilinu.
Ingvar Freyr Ingvarsson, hagfræðingur SVÞ