Samtök atvinnulífsins bjóða upp á opið námskeið um stofnun fyrirtækja sem gagnast öllum sem hafa hug á að hefja rekstur.
Á námskeiðinu fara nokkrir af helstu sérfræðingum landsins yfir tíu lykilþætti er varða rekstur og stofnun fyrirtækja.
Fyrirspurnum verður einnig svarað.
Námskeiðið er í þremur hlutum og fer fram með rafrænum hætti.
Námskeiðið fer fram í streymi þrjá miðvikudaga í röð; 3. 10. og 17. nóvember og stendur yfir frá kl. 13:00 – 16:00.
Nánari upplýsingar og skráning fer fram inná vef Samtaka Atvinnulífsins
https://sa.is/frettatengt/vidburdir/hefjum-rekstur-opid-namskeid-um-stofnun-fyrirtaekja