Hvað er stafræn hæfni og hvernig getur þú fundið út hversu hæf/ur þú eða starfsfólkið þitt er?

Margir velta því fyrir sér þessi misserin hvað þarf að gera til að efla stafræna hæfi starfsmanna.

En hvað er stafræn hæfni?

Samkvæmt skilgreiningu Anders Skog inná vef VR segir:

Skilgreiningin á stafrænni hæfni:
Stafræn hæfni samanstendur af viðeigandi þekkingu, færni og viðhorfi til þess að nota tæknina til að vinna verkefni og leysa vandamál, eiga í samskiptum og samvinnu, vinna með upplýsingar, búa til efni og deila því með öðrum á skilvirkan, hagkvæman, öruggan, gagnrýninn, skapandi, sjálfstæðan og siðferðislega réttan hátt.

Sjá nánar um stafræna hæfni inná vef VR HÉR

Stafræni hæfnisklasinn, sem er samstarfsverkefni SVÞ, VR og Háskólans í Reykjavík, heldur utanum margskonar upplýsingar sem snúa að stafrænni hæfni.
Inná vef VR má m.a. finna upplýsingar um stafræna hæfnihjólið sem er sjálfsmatspróf sem þú tekur til að kortleggja stafræna hæfni þína.

SMELLTU HÉR til að taka sjálfsmatsprófið.

SMELLTU HÉR til að nálgast vef Stafræna hæfnisklasans.