Aðalfundur SVÞ verður haldinn 14. mars nk. Í tilefni af honum verður blásið til ráðstefnu og verður aðalræðumaðurinn Greg Williams, aðalritstjóri WIRED Magazine.

 

Ætlar þú að vera með í að keyra framtíðina í gang eða sitja eftir?

 

Greg er virtur sérfræðingur þegar kemur að breytingum í tækni og viðskiptum og hvernig þær hafa áhrif á viðskiptalífið og samfélög okkar í heild. Í starfi sínu er Greg í samskiptum við frumkvöðla, hugsuði, vísindafólk, athafnafólk og skapandi fólk sem er að breyta heiminum og skrifar um fjölmörg málefni á borð við nýsköpun, tækni, viðskipti, sköpun og hugmyndir. Hann hefur einstakt lag á að setja flóknar hugmyndir fram á skemmtilegan og aðgengilegan hátt og undirbúa áheyrendur undir það sem koma skal.  

Að auki munu halda erindi Margrét Sanders, fráfarandi formaður SVÞ, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Köru connect ehf.

Fundarstjóri verður Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og formaður stýrihóps um gerð nýsköpunarstefnu Íslands

Hvar: Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík

Hvenær: Fimmtudaginn 14. mars kl. 14:00-16:00

 

SKRÁÐU ÞIG HÉR

* indicates required




Fylgstu með!