Morgunblaðið birtir í dag, 16.september 2023 grein um hlutfall matar og drykkjar af einkaneysluútgjöldum heimilanna samkvæmt tölum frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins.

Þar segir m.a. að Ísland er þar með þrettánda lægsta landið í Evrópu þegar kemur að þessum lífsnauðsynjum þegar horft er á þennan mælikvarða. Lægst er hlutfallið á Írlandi (8,3%), í Lúxemborg (9,9%) og í Sviss (10,3%). Ef horft er til nágrannaþjóða Íslands þá er hlutfallið í Danmörku 11,8%, í Finnlandi 12,2%, 12,4% í Noregi og 12,6% í Svíþjóð. Langhæsta hlutfall einkaneyslu sem fer í mat og drykk er í Albaníu, eða 42,4%, og þar á eftir fylgja löndin á Balkanskaga með ríflega 30% hlutfall.

Þessar tölur taka til útgjalda í hverju landi, óháð þjóðerni þeirra sem útgjöldin bera, þannig að mismikill fjöldi ferðamanna í löndunum getur skekkt myndina, samkvæmt
upplýsingum Hagstofu Íslands.

Matarkarfan MBL. 16.09.2023
  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn

Frá Morgunblaðinu 16.september 2023.