Menntadagur atvinnulífsins fer fram 25. apríl n.k. en þetta er í níunda sinn sem dagurinn er haldinn.

Yfirskrift dagsins að þessu sinni er stafræn hæfni.

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá auk þess sem menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent.

Menntatorg atvinnulífsins verður á sínum stað í forrými þar sem öflugir aðilar úr atvinnulífinu kynna sig.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins, Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og Samtaka verslunar og þjónustu.

SMELLTU HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNINGU