Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, ásamt forsvarsfólki SVÞ og skólastjórnendum í Verzlunarskóla Íslands hittu á dögunum nemendur á nýrri stúdentsbraut skólans þar sem áherslan er á stafræna verslun og viðskipti. Brautin er samstarfsverkefni SVÞ, Verzló og fleiri aðila og er ætlað að undirbúa nemendur betur undir störf í viðskiptalífi þar sem stafrænar lausnir skipa sífellt stærri sess. Spennandi nýbreytni í náminu er náið samstarf skólans og atvinnulífsins, en nemendur á brautinni munu stunda starfsnám innan hinna ýmsu fyrirtækja. Er starfsnáminu ætlað að styrkja bönd menntunar og atvinnulífs, undirbúa nemendur undir störf í raunumhverfi og skapa hagnýta leið til kennslu.

Fjör var á viðburðinum þar sem til máls tóku menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, skólastjóri Verzlunarskólans, Ingi Ólafsson, þróunarstjórinn Guðrún Inga Sívertsen auk Jóns Ólafs Halldórssonar, formanns SVÞ.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandsklippu frá þessum skemmtilega morgni: