Metþátttaka var á opinni ráðstefnu SVÞ þann 14. mars undir yfirskriftinni Keyrum framtíðina í gang! Um 450 manns fylltu salinn á Hilton Nordica.

Aðalræðumaður var Greg Williams, aðalritstjóri tímaritsins WIRED og ræddi hann þá öru tækniþróun sem atvinnulífið og samfélagið allt stendur frammi fyrir nú á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar og áhrif hennar. Félagsmenn í SVÞ geta fengið aðgang að lokuðum Facebook hóp hér, þar sem sjá má upptöku af fyrirlestrinum.

Einnig tók til máls Margrét Sanders, fráfarandi formaður SVÞ. Í ræðu sinni notaði hún orð Jóns Baldvinssonar, formanns ASÍ frá árinu 1938, til að gagnrýna aðgerðir verkalýðshreyfingarinnar í yfirstandandi kjaradeilu. Hún ræddi einnig breytingar á vinnutíma, breytingar sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni, menntun innan verslunar- og þjónustugeirans, afnám vörugjalda og úthýsingu verkefna frá hinu opinbera til einkageirans. Frekari umfjöllun um ræðu Margrétar og upptöku af henni má sjá hér.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Köru connect ehf. hélt erindi og gagnrýndi m.a. harðlega stefnuleysi stjórnvalda í þeirri stafrænu umbreytingu sem í gangi er í atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Ræðu Þorbjargar má sjá á Facebook síðu SVÞ hér.

Einnig má sjá upptöku af pallborðsumræðum í lok ráðstefnunnar á Facebook hér.

Fundarstjóri var Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og formaður stýrihóps um nýsköpunarstefnu Íslands.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá ráðstefnunni: