Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu bendir á í viðtali við Mbl.is í dag að viðvarandi skortur á lyfjafræðingum sé hér á landi og slegist sé um hvern þann sem útskrifast frá háskólanum. „Ef þarna verður ekki breyting á mun það hafa í för með sér alvarlega röskun á starfsemi apótekanna í sumar, ekki síst í apótekum á landsbyggðinni,“ segir Andrés ma. í viðtalinu. Útlit sé fyrir að nýútskrifaðir lyfjafræðingar fái ekki útgefin starfsleyfi fyrr en í júlí og geti þ.a.l. ekki hafið störf í apótekum fyrr en þá.
Smelltu HÉR fyrir allt viðtalið frá 9. maí 2024