Lykillinn að langtíma árangri fyrirtækja í stafrænum heimi er að setja viðskiptavininn í fyrsta sæti.

Fyrsta skrefið í er að setja niður skýra framtíðarsýn þar sem viðskiptavinurinn er í forgrunni.

BeOmni býður SVÞ félögum sértilboð á 4ja vikna netnámskeiðið Árangursrík framtíðarsýn með Eddu Blumenstein.

Á þessu netnámskeiði gefst þér tækifæri á að skilgreina, eða skerpa á, hlutverki og gildum fyrirtækisins og móta árangursríka framtíðarsýn.

Á námskeiðinu er farið í 4-lykilskref til að móta drauma framtíðarsýn fyrirtækisins:

  • Hlutverk og gildi fyrirtækisins
  • Að setja markið hátt
  • Mörkun framtíðarsýnar
  • Innleiðing

Netnámskeiðið hentar jafnt þeim sem nú þegar reka eigið fyrirtæki, þeim sem eru að setja nýtt fyrirtæki á laggirnar og starfsmönnum fyrirtækja.

Hvernig virkar námskeiðið?

  • Þú færð aðgang að kennslu myndböndum og verkefnum í hverri viku.
  • Þú getur horft á kennslumyndböndin hvar og hvenær sem þér hentar.
  • Þú getur unnið verkefnin hvenær sem þér hentar. Verkefni hverrar vinnustofu taka um 2-3 klst á viku.
  • Þú færð aðgang að lokuðum Facebook hóp þar sem þú getur spurt spurninga í tengslum við kennsluna og verkefnin. Spurningum er svarað vikulega á meðan á námskeiðinu stendur.

Innifalið í námskeiðinu:

  • 4 x kennslumyndbönd – eitt fyrir hvert skref
  • Verkefni tengd hverju skrefi
  • Aðgangur að glærum eftir hverja vinnustofu
  • Aðgangur að lokuðum Facebook hóp
  • 4 x spurt og svarað Facebook Live sem þú getur einnig horft á upptöku af
  • 12 mánaða aðgangur að námskeiðinu

Tilboð til SVÞ félaga: 15.900 (fullt verð: 24.900)

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 1.október (fyrsta kennslumyndband og verkefni aðgengilegt)