Póstyfirvöld í Svíþjóð – Postnord og sænsk tollayfirvöld voru ekki sammála um hverjir væru ábyrgir fyrir því að innheimta virðisaukaskatt af vörum sem Svíar kaupa í netverslun frá Kína.  Vegna þessa er talið að sænska ríkið hafi farið á mis við milljarða sænskra króna vegna tapaðra skatttekna.

Komið hefur í ljós að tollayfirvöld hafa látið þetta viðgangast því fjöldi póstsendinga er það mikill að kerfið ræður ekki við að innheimta virðisaukaskatt af  öllum þeim vörum sem berast.  En engu að síður er þetta brot á tollareglum og því hefur verið gagnrýnt að Postnord, sem er að hluta til í eigu sænska og danska ríkisins, komist upp með að innheimta ekki skattinn fyrir ríkið. Postnord hefur borið fyrir sig að vörur sem kosta undir 22 Evrur beri ekki virðisaukaskatt. Nú er orðið ljóst að ábyrgðin liggur hjá Postnord.

Umfjöllun í sænskum fjölmiðlum:

https://www.expressen.se/dinapengar/konsument/beskedet-ska-bli-dyrare-handla-pa-wish/

http://sverigesradio.se/sida/artikel.aspx?programid=83&artikel=6844295

https://www.svt.se/nyheter/inrikes/postnord-infor-avgift-pa-paket-fran-kina