Morgunverðarfundur um möguleika íslenskra netverslana á Grand Hóteli, Hvammi, miðvikudaginn 24. febrúar.
SVÞ, í samvinnu við Póstinn, efnir til morgunverðarfundar um tækifæri íslenskra verslana í samkeppni við erlendar netverslanir. Fundurinn er öllum opinn, aðgangseyrir er kr. 2.900 og morgunverður innifalinn.
Dagskrá:
08.00-08.20 Mæting og léttur morgunverður
08.20- 08.30 Ávarp fundarstjóra – Margrét Sanders formaður SVÞ
08.30-08.50 Íslensk netverslun í tölum – Ólafur Elínarson viðskiptastjóri hjá Gallup
Hver er staða íslenskrar netverslunar? Versla Íslendingar frekar í erlendum en íslenskum netverslunum?
—
08.50-09.10 Netverslun verður að búð – Rakel Hlín Bergsdóttir eigandi Snúrunnar
Netverslunin Snúran.is var opnuð árið 2014 en 2015 var einnig opnuð verslun undir sama nafni í Síðumúlanum. Rakel Hlín Bergsdóttir eigandi Snúrunnar segir frá því af hverju hún opnaði netverslun og síðan verslun og hvað breyttist við opnun verslunarinnar.
—
09.10-09.30 Elko – Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir vefstjóri Elko og Gestur Hjaltason
framkvæmdastjóri Elko
Hvaða breytingar hafa orðið í verslun hjá Elko síðan vefverslunin var tekin í gagnið?
—
09.30-10.00 Importance of e-commerce – Peter Somers CEO and owner at SPrintPack
Peter Somers hefur víðtæka reynslu af póstheiminum en hann hefur starfað sem stjórnandi hjá leiðandi dreifingarfyrirtækjum í 25 ár. Hann mun meðal annars fara yfir þá möguleika sem felast í netverslun og þau áhrif sem afhendingarmöguleikar hafa á netverslun.
Fyrirlesarar verða á svæðinu eftir að dagskrá er lokið til að ræða málin við fundargesti ásamt því að viðskiptastjórar Póstins verða til taks til að ræða þær lausnir sem Pósturinn býður upp á fyrir netverslanir.
SKRÁNING Oops! We could not locate your form.