SVÞ og systursamtök á Norðurlöndum krefjast þess að árangri norrænna skilakerfum drykkjarvöruumbúða verði ekki fórnað vegna nýrrar umbúðareglugerðar ESB.
Áhrif PPWR reglugerðar á Ísland
Ákvæði nýrrar reglugerðar ESB um umbúðir (PPWR) geta haft alvarleg á íslenskt umhverfi, neytendur og fyrirtæki. Í henni eru m.a. settar kvaðir sem eiga að stuðla að endurnotkun drykkjarvöruumbúða. Við undirbúning reglugerðarinnar var ekki tekið tillit til árangurs söfnunar- og endurvinnslukerfa sem hafa skilað framúrskarandi niðurstöðu á Norðurlöndunum. Greiningar óháðra aðila á hinum Norðurlöndum hafa sýnt að í umhverfislegu tilliti geta hinar nýju kvaðir hæglega skilað lakari árangri en þegar hefur náðst.
Segja má að verið sé að boða endurnýjun lífdaga þykku gosflasknanna sem unnt var að skila í sjoppur og verslanir sem komu þeim fyrir í plastkössum og sendu til baka í gosverksmiðjur til þvottar og áfyllingar. Eins og flestir þekkja var það fyrirkomulag lagt af og langsamlega flestir skila nú flöskum og dósum til Endurvinnslunnar eða í dósagáma.
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu ásamt dagvöruverslunarsamtökum á hinum Norðurlöndunum komu nýverið á framfæri við framkvæmdastjóra umhverfismála ESB áskorun þess efnis að sérstakt tillit verði tekið til markaða þar sem skilagjaldakerfi ná yfir 90% skilahlutfalli.
„Við erum með skilakerfi sem virkar. Það skilar háu endurvinnsluhlutfalli, nýtur trausts og almennrar þátttöku almennings og fyrirtækja og dregur úr umhverfisáhrifum. Það væri skref afturábak að fara áratugi aftur í tímann til tíma fyrirkomulags sem hentar ekki okkar aðstæðum og skilar lakari árangri“ segir Benedikt S. Benediktsson hjá SVÞ, sem skrifaði undir áskorunina.
Hagsmunir almennings og fyrirtækja í húfi
Kostnaður við nýjar drykkjarumbúðir
Afleiðingar nýju umbúðareglugerðarinnar verða þær að léttum, endurvinnanlegum áldósum og plastflöskum verður að hluta skipt út fyrir þyngri umbúðir úr plasti sem er bæði kostnaðarsamt og verra fyrir umhverfið. Í viðskiptahagkerfinu verður til mikill kostnaður þar sem í auknum mæli þarf að flytja vökva í umbúðum til og frá landinu eða halda þarf úti tveimur skilakerfum. Við höfum náð góðum árangri þar sem mikill hluti kaupa á drykkjarvörum er í auðendurvinnanlegum álumbúðum en hætt er að við þeim árangri verði fórnað.
Á Íslandi hefur skilagjaldakerfið verið hluti af daglegum neysluvenjum í áratugi og tryggt að verulegur hluti drykkjarumbúða ratar í endurvinnslu aftur í nýja framleiðslu.
Sameinuð rödd Norðurlanda
Framtíð skilagjaldakerfisins á Norðurlöndum
Áskorunin er liður í samstilltri hagsmunagæslu Norðurlanda. Þar er m.a. bent á að lífsferilsgreiningar (LCA) hafi sýnt að núverandi endurvinnslukerfi á Norðurlöndunum skila betri árangri m.t.t. loftslags- og umhverfismála en þau kerfi sem reglugerðin leggur upp með.
Framtíðarsýn sem byggir á því sem virkar
SVÞ telja afar mikilvægt að regluverk framtíðarinnar taki tillit til þess sem þegar hefur sannað gildi sitt og því verði ekki fórna á altari samræmingar sem tekur mið á lakari stöðu ríkja ESB.
„Við viljum umhverfisvænar lausnir, en þær verða að grundvallast á skynsemi og staðreyndum. Það má ekki refsa fyrir árangur – við verðum að byggja á honum,“ segir Benedikt.