Klara Símonardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknarseturs Verslunarinnar (RSV).
Klara kemur með umfangsmikla reynslu úr verslunar- og markaðsgeiranum, en hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri Petmark. Hún hefur einnig víðtæka þekkingu á markaðsrannsóknum og viðskiptafræði, með BSc gráðu frá Háskólanum á Bifröst og MBA nám frá Háskólanum í Reykjavík.
“Það er fengur fyrir Rannsóknarsetrið að fá Klöru inn í hlutverk forstöðumanns en hún hefur stjórnunarreynslu úr íslenskri verslun og þekkingu á þörfum verslunarinnar á gögnum og hagnýtingu þeirra en einnig hefur hún bakgrunn úr markaðsrannsóknum og útgáfu sem kemur til með að nýtast afar vel við þróun starfseminnar”,
segir María Jóna Magnúsdóttir formaður stjórnar RSV í sérstakri fréttatilkynningu.