Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir í dag niðurstöður frá könnun um notkun íslenskra greiðslukorta í maí 2022.   Þar kemur m.a. fram að velta innlendra greiðslukorta erlendis ekki hærri frá upphafi mælinga.  Heildar greiðslukortavelta* í maí sl. nam tæpum 106,8 milljörðum kr. og jókst um 23,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Kortavelta Íslendinga hérlendis nam tæpum 87,7 milljörðum kr. í maí sl. og jókst um 8,6% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun nam rúmum 46,5 milljörðum kr. í maí sl. sem er 0,23% meira en á sama tíma í fyrra miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í netverslun nam 3,3 milljörðum kr. í maí sl. og jókst hún um rúm 8,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í þjónustu nam rúmum 41,1 milljarði kr. í maí sl. og jókst hún um rúm 20% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST ALLA SKÝRSLUNA