SAMTÖK HEILBRIGÐISFYRIRTÆKJA
SH – Samtök heilbrigðisfyrirtækja voru stofnuð 16. mars 2010. Markmiðið með stofnun hópsins var að mynda einn vettvang sem yrði sameiginlegur málsvari sjálfstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.
Tilgangur samtakanna er:
- að gæta hagsmuna sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi
- að tryggja góða samvinnu milli sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja og hins opinbera
- að bæta rekstrarskilyrði sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi
- að styðja framþróun heilbrigðismála á Íslandi.
Stjórn Samtaka heilbrigðisfyrirtækja kjörin á aðalfundi samtakanna 20.mars 2024.
Dagný Jónsdóttir, formaður
Meðstjórnendur til tveggja ára voru kjörin þau Gunnlaugur Sigurjónsson og Inga Berglind Birgisdóttir. Meðstjórnandi er einnig Kristján Guðmundsson.
Varamenn í stjórn voru kjörnir þeir Stefán Einar Matthíasson og Þórarinn Guðnason.
SVÞ og SH sjá um hagsmunagæslu fyrir heilbrigðisfyrirtæki innan samtakanna.
Öllum erindum má beina til skrifstofu SVÞ á netfang svth(hjá)svth.is eða í síma 511 3000.
Fjölmenni á málþingi um annmarka á ríkiskaupum í heilbrigðisþjónustu
Fjölmenni var á Hótel Reykjavík Natura sl. þriðjudag þar sem fjallað var um annmarka við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu.
Lýsa yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup heilbrigðisþjónustu
Í grein sem birtist á Vísi í dag lýsa forsvarsmenn fimm félaga í heilbrigðisþjónustu yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu…
Annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu
Málþing um Sjúkratryggingar Íslands á vegum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélags Reykjavíkur, Félags sjúkraþjálfara, Samtaka heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélags Íslands.
Nýr formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja
Á aðalfundi Samtaka heilbrigðisfyrirtækja, sem haldinn var fyrir skömmu, var kosinn nýr formaður. Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Domus Medica er nýr formaður samtakanna.