TAKIÐ DAGINN FRÁ – SVÞ býður aðildarfyrirtækjum SVÞ á ráðstefnu um stafræna tækniþróun í flutningageiranum þann 31. ágúst nk. kl. 8.30 – 11.30. Ráðstefnan sem verður haldin á Grand Hóteli, Reykjavík er öllum opin og er aðildarfyrirtækjum að kostnaðarlausu. Opnað verður fyrir skráningu í ágúst. Nánar auglýst síðar.

Fyrirlesarar verða:

Birgit Marie Liodden (002)
  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn

Birgit Marie Liodden, framkvæmdastjóri Nor-Shipping mun fjalla um stafræna tækniþróun í  flutningageiranum og hvernig sú þróun hefur áhrif víðar, ekki síst á smásölu og heildsölu.

 

Anne-Claire Blet (002)
  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn

Anne – Claire Blet ein af framkvæmdastjórum What3words mun kynna nýsköpunarfyrirtækið what3words og hvernig þeirra lausn gagnast fyrirtækjum í fraktflutningum. What3words fengu  tvær viðurkenningar á ráðstefnu um nýjungar í fraktflutningum í netverslun  í Berlín sem að SVÞ tók þátt í;  viðurkenningu fyrir mestu framfarir og nýjar leiðir á markaði.

IFI klippt
  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn

 

Ingvar Freyr Ingvarsson hagfræðingur SVÞ mun fjalla um mikilvægi skilvirks flutningakerfis  fyrir íslenskt efnahagslíf.