STAFRÆN VIÐSKIPTI
Innan SVÞ starfar faghópurinn Stafræn viðskipti á Íslandi sem gætir hagsmuna félagsmanna tengt öllu sem varðar stafræn mál og þróun (e. digital transformation). Hópurinn heldur einnig út Facebook hóp þar stafrænu málin eru rædd og miðlað er gagnlegu efni og upplýsingum sem málinu tengjast.
Á aðalfundi hópsins þann 27. október 2020 var eftirfarandi stjórn kosin:
Formaður til 2 ára: Guðmundur Arnar Þórðarson, Intellecta
(kjörinn á auka-aðalfundi hópsins 17.desember 2021)
Meðstjórnandi til 2 ára (kosin 2020): Ósk Heiða Sveinsdóttir, Pósturinn
Meðstjórnandi til 2 ára (kosinn 2020): Hannes A. Hannesson, TVGXpress
Meðstjórnandi til 2 ára (kosin 2021): Hanna Kristín Skaftadóttir, Háskólinn á Bifröst
Meðstjórnandi til 2 ára (kosinn 2021) : Elvar Örn Þormar, KoiKoi
Varamaður til 1 árs (kosin 2021): Dagný Laxdal, Já
Facebook hópur fyrir félagsmenn helgaður stafrænni verslun
Nýr Facebook hópur hefur verið settur á laggirnar í tengslum við Faghóp stafrænnar verslunar innan SVÞ. Hópurinn er fyrir félagsmenn SVÞ sem hafa áhuga á efni tengdu stafrænni verslun, omnichannel og tengdum málum.
Faghópur um stafræna verslun stofnaður
Stofnfundur Faghóps um stafræna verslun var haldinn mánudaginn 12. nóvember sl. í Hyl, Húsi atvinnulífsins. Formlegur stofnfundur þar sem stjórn verður skipuð og gengið verður frá gögnum í kringum stofnun hópsins mun fara fram miðvikudaginn 5. desember kl. 13:30 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Rvk.
Stofnun Faghóps um stafræna verslun
Undirbúningsfundur að stofnun faghóps um stafræna verslun var haldin í Húsi atvinnulífsins 29. október sl. Rætt var um í hvers konar málefnum slíkur hópur gæti beitt sér og ákveðið að stefna að formlegum stofnfundi mánudaginn 12. nóvember næstkomandi. ...
Morgunverðarrráðstefna: Íslensk netverslun, 11. október 2018
SVÞ ásamt Rannsóknarsetri verslunarinnar efna til morgunverðarráðstefnu um íslenska netverslun, fimmtudaginn 11. október kl. 8:30-10:00 á Hótel Natura. Í kjölfar útgáfu nýrrar skýrslu um íslenska netverslun mun fjallað um stöðu íslenskrar netverslunar og þær áskoranir sem í henni felast.