Í tilefni af aðalfundi SVÞ var, þann 18. mars 2021, frumsýndur þáttur undir yfirskriftinni Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði, sem sjá má hér til vinstri.

Í þættinum er fjallað um áhrif stafrænnar umbreytingar, þau tækifæri og áskoranir sem í henni felast, stöðu íslensks atvinnulífs á því sviði og það verkefni sem við eigum fyrir höndum að uppfæra Ísland.

Rætt er við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar um áhrif stafrænnar umbreytingar fyrir íslenskt atvinnulíf, vinnumarkað og samfélag, hlutverk stjórnvalda í stuðningi við atvinnulífið á þessari vegferð og hvað íslensk stjórnvöld hyggjast gera á því sviði. 

Rætt er einnig við Jón Ólaf Halldórsson, formann SVÞ og forstjóra Olís um stöðu íslensks atvinnulífs í stafrænni umbreytingu og nauðsynlegar aðgerðir.

Frændþjóðir okkar á Norðurlöndunum eru undantekningarlaust í topp 10 sætunum í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að stafrænni umbreytingu. Í þættinum er skyggnst inn í hvernig hlutirnir eru gerðir þar og rætt við fulltrúa Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um mikilvægi stuðnings stjórnvalda við atvinnulífið, hvað verið er að gera í viðkomandi landi o.fl.

Viðmælendur okkar frá Norðurlöndunum eru:

Hanna Marttinen-Deakins, Senior Director, Digitalisation, Business Finland

Jan Damsgaard, Professor við stafrænu deildina í Copenhagen Business School, fulltrúi í danska Disruption ráðinu á vegum stjórnvalda og stjórnarmaður í SMV:Digital

Lena Carlsson, Deputy Director General, Regeringskansliet, Infrastrukturdepartmentet (innviðaráðuneytið), Digital Society Division í Svíþjóð. Lena fer fyrir stafrænum stefnumálum sænsku ríkisstjórnarinnar

Paul Chaffey, Statssekretær, Kommunal- og moderniseringsdepartmentet, helsti ráðgjafi ráðherra stafrænna mála í Noregi

Síðastliðin ár hefur SVÞ unnið ötullega að eflingu fyrirtækja sinna á sviði stafrænnar umbreytingar. Þetta hefur verið gert m.a. með öflugri fræðsludagskrá, en ekki síður með því að fylgjast með því sem verið er að gera á þessu sviði í samanburðarlöndunum og að koma á samtali og samvinnu við hagsmunaaðila hérlendis. Í dag vinnur SVÞ náið með VR og Háskólanum í Reykjavík að aðgerðum til að efla íslenska stjórnendur og starfsfólks á vinnumarkaði þegar kemur að vitund og skilningi á stafrænni þróun, og eflingu stafrænnar hæfni. Í undirbúningi er klasasamstarf um vitundarvakningu og fræðslu um stafræna umbreytingu, og eflingu stafrænnar hæfni fyrir fyrirtæki og almenning. Viðræður eru í gangi við stjórnvöld um aðkomu að klasanum. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á þessum málum til að slást í lið með okkur og vonumst við til að geta haldið kynningarfundi um hann áður en langt um líður og hefja í framhaldinu undirbúning að stofnun. 

Vilt þú fylgjast með og taka þátt í að efla vitund og skilning á stafrænni þróun, og efla stafræna hæfni meðal stjórnenda og starfsfólks í íslensku atvinnulífi?

Skráðu þig þá hér fyrir neðan og við munum senda þér fréttir af málunum um leið og þær berast!

Netverslunarpúlsinn til umræðu á Bylgjunni, Reykjavík Síðdegis

Netverslunarpúlsinn til umræðu á Bylgjunni, Reykjavík Síðdegis

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu og Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósent voru gestir þáttarins Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni þar sem þeir sögðu frá niðurstöðu frá könnun Prósent á vefverslunarhegðun íslendinga og kynntu til leiks Netverslunarpúlsinn, mælaborð íslenskrar netverslunar.

NETVERSLUNARPÚLSINN nýtt mælaborð íslenskra vefverslana

NETVERSLUNARPÚLSINN nýtt mælaborð íslenskra vefverslana

71% Íslendinga versla oftar við innlenda vefverslun en erlenda vefverslun. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem hefur verið keyrð vikulega frá því í mars 2021 á íslensku þjóðinni kemur m.a. í ljós að um 71% Íslendinga versla frekar í innlendri vefverslun en í...

Nýtt sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp Húsasmiðjan Blómaval

Nýtt sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp Húsasmiðjan Blómaval

Húsasmiðjan hefur sett í loftið nýtt sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp. Með smáforritinu geta viðskiptavinir Húsasmiðjunnar og Blómavals afgreitt sig sjálfir með lausn sem kallast „Skanna, borga út“ og komist þannig hjá afgreiðslukössum. Meðal nýjunga býður appið...

Umbreyttu upplifun viðskipavina með árangursríkri notkun CRM

Umbreyttu upplifun viðskipavina með árangursríkri notkun CRM

Charlotte Åström, Þróunarstjóri viðskiptasambandsins hjá VÍS, heldur fyrirlestur þar sem hún mun fara yfir hvað CRM í raun er, hver ávinningurinn er af notkun þess, að hverju þarf að huga og hver eru lykilatriðin til árangurs.

Breytt staðsetning fyrir stjórnarfund stafræna hópsins

Breytt staðsetning fyrir stjórnarfund stafræna hópsins

Við vekjum sérstaklega athygli á því að staðsetningu aðalfundar faghópsins Stafræn viðskipti á Íslandi hefur verið breytt og verður fundurinn nú haldinn á Teams.Skráðir þátttakendur munu fá aðgangsupplýsingar sendar eigi síðar en kl. 8:00 að morgni fundarins. Frekari upplýsingar og skráning er á viðburðinum sem sjá má undir svth.is/vidburdir

Aðalfundur stafræna hópsins þann 8. október

Aðalfundur stafræna hópsins þann 8. október

Aðalfundur hópsins Stafræn viðskipti á Íslandi, innan SVÞ, verður haldinn föstudaginn 8. október nk. kl. 8:30-10:30. Þátttökurétt hafa allir þeir sem starfa innan aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu sem skuldlaus eru við samtökin. Frekari upplýsingar og skráning hér:

Við spurðum frambjóðendur spjörunum úr!

Við spurðum frambjóðendur spjörunum úr!

Nú á dögunum fékk SVÞ til sín frambjóðendur nokkurra helstu flokka sem bjóða fram til Alþingis nú í haust. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, tók viðtölin og frambjóðendur voru spurðir um ýmis mál sem aðildarfyrirtæki SVÞ varðar. Smelltu til að vita meira!

Formenn SVÞ og VR: Sköpum fleiri störf og brúum stafræna bilið

Formenn SVÞ og VR: Sköpum fleiri störf og brúum stafræna bilið

Í dag, föstudaginn 30. apríl, birtist eftirfarandi sameiginleg grein formanna SVÞ og VR á Vísi undir yfirskriftinni, Sköpum fleiri störf og brúum stafræna bilið. Það er ekki oft sem þeir skrifa saman greinar en í þessu máli ganga SVÞ og VR fullkomlega í takti!

Verkefnastjóri stafrænnar þróunar í viðtali hjá Bryndísi Haralds

Verkefnastjóri stafrænnar þróunar í viðtali hjá Bryndísi Haralds

Þóranna K. Jónsdóttir, verkefnastjóri – stafræn þróun hjá SVÞ, var í viðtali hjá Bryndísi Haraldsdóttur þingmanni live á Facebook fimmtudaginn 29. apríl sl. 
Þar ræddu þær um stafræna þróun í íslensku atvinnulífi og m.a. hvers vegna væri mikilvægt að stjórnvöld, atvinnulíf, vinnumarkaður, háskólasamfélag og fleiri ynnu saman að því að styðja atvinnulífið og vinnumarkaðinn í eflingu stafrænnar hæfni.