Í tilefni af aðalfundi SVÞ var, þann 18. mars 2021, frumsýndur þáttur undir yfirskriftinni Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði, sem sjá má hér til vinstri.
Í þættinum er fjallað um áhrif stafrænnar umbreytingar, þau tækifæri og áskoranir sem í henni felast, stöðu íslensks atvinnulífs á því sviði og það verkefni sem við eigum fyrir höndum að uppfæra Ísland.
Rætt er við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar um áhrif stafrænnar umbreytingar fyrir íslenskt atvinnulíf, vinnumarkað og samfélag, hlutverk stjórnvalda í stuðningi við atvinnulífið á þessari vegferð og hvað íslensk stjórnvöld hyggjast gera á því sviði.
Rætt er einnig við Jón Ólaf Halldórsson, formann SVÞ og forstjóra Olís um stöðu íslensks atvinnulífs í stafrænni umbreytingu og nauðsynlegar aðgerðir.
Frændþjóðir okkar á Norðurlöndunum eru undantekningarlaust í topp 10 sætunum í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að stafrænni umbreytingu. Í þættinum er skyggnst inn í hvernig hlutirnir eru gerðir þar og rætt við fulltrúa Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um mikilvægi stuðnings stjórnvalda við atvinnulífið, hvað verið er að gera í viðkomandi landi o.fl.
Viðmælendur okkar frá Norðurlöndunum eru:
Hanna Marttinen-Deakins, Senior Director, Digitalisation, Business Finland
Jan Damsgaard, Professor við stafrænu deildina í Copenhagen Business School, fulltrúi í danska Disruption ráðinu á vegum stjórnvalda og stjórnarmaður í SMV:Digital
Lena Carlsson, Deputy Director General, Regeringskansliet, Infrastrukturdepartmentet (innviðaráðuneytið), Digital Society Division í Svíþjóð. Lena fer fyrir stafrænum stefnumálum sænsku ríkisstjórnarinnar
Paul Chaffey, Statssekretær, Kommunal- og moderniseringsdepartmentet, helsti ráðgjafi ráðherra stafrænna mála í Noregi
Síðastliðin ár hefur SVÞ unnið ötullega að eflingu fyrirtækja sinna á sviði stafrænnar umbreytingar. Þetta hefur verið gert m.a. með öflugri fræðsludagskrá, en ekki síður með því að fylgjast með því sem verið er að gera á þessu sviði í samanburðarlöndunum og að koma á samtali og samvinnu við hagsmunaaðila hérlendis. Í dag vinnur SVÞ náið með VR og Háskólanum í Reykjavík að aðgerðum til að efla íslenska stjórnendur og starfsfólks á vinnumarkaði þegar kemur að vitund og skilningi á stafrænni þróun, og eflingu stafrænnar hæfni. Í undirbúningi er klasasamstarf um vitundarvakningu og fræðslu um stafræna umbreytingu, og eflingu stafrænnar hæfni fyrir fyrirtæki og almenning. Viðræður eru í gangi við stjórnvöld um aðkomu að klasanum. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á þessum málum til að slást í lið með okkur og vonumst við til að geta haldið kynningarfundi um hann áður en langt um líður og hefja í framhaldinu undirbúning að stofnun.
Vilt þú fylgjast með og taka þátt í að efla vitund og skilning á stafrænni þróun, og efla stafræna hæfni meðal stjórnenda og starfsfólks í íslensku atvinnulífi?
Skráðu þig þá hér fyrir neðan og við munum senda þér fréttir af málunum um leið og þær berast!
Markaðsstjórinn í sóttkví og ráðstefnan færð á stafrænt form
Í Fréttablaðinu þann 11. mars birtist viðtal við markaðsstjóra SVÞ, Þórönnu K. Jónsdóttur, um ráðstefnu SVÞ þann 12. mars. Eins og fram hefur komið hefur ráðstefnan verið flutt á netið vegna COVID-19 en markaðsstjórinn er sjálf í sóttkví og hefur því umsjón með ráðstefnunni frá heimili sínu.
Hin stafræna umbreyting
Hin stafræna umbreyting, sem mætti allt eins kalla hina stafrænu byltingu, er án vafa eitt mikilvægsta verkefni sem íslenskt samfélag stendur nú frammi fyrir. Hér er um að ræða umbreytingu sem hafa mun áhrif á allt samfélagið, heimili jafnt sem fyrirtæki.
20-30% verslunar verður komin á netið innan skamms tíma
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, mætti Í bítið á Bylgjunni til að ræða breytingar í verslun með aukinni netverslun, greiðslumiðlanir og stafræna þróun.
Hugarfarsbreyting er stærsta áskorunin
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, skrifar í Kjarnann um þær nauðsynlegu breytingar á hugarfari sem þurfa að verða til að tryggja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs í stafrænum heimi.
Facebook hópur fyrir félagsmenn helgaður stafrænni verslun
Nýr Facebook hópur hefur verið settur á laggirnar í tengslum við Faghóp stafrænnar verslunar innan SVÞ. Hópurinn er fyrir félagsmenn SVÞ sem hafa áhuga á efni tengdu stafrænni verslun, omnichannel og tengdum málum.
Faghópur um stafræna verslun stofnaður
Stofnfundur Faghóps um stafræna verslun var haldinn mánudaginn 12. nóvember sl. í Hyl, Húsi atvinnulífsins. Formlegur stofnfundur þar sem stjórn verður skipuð og gengið verður frá gögnum í kringum stofnun hópsins mun fara fram miðvikudaginn 5. desember kl. 13:30 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Rvk.
Stofnun Faghóps um stafræna verslun
Undirbúningsfundur að stofnun faghóps um stafræna verslun var haldin í Húsi atvinnulífsins 29. október sl. Rætt var um í hvers konar málefnum slíkur hópur gæti beitt sér og ákveðið að stefna að formlegum stofnfundi mánudaginn 12. nóvember næstkomandi. ...
Morgunverðarrráðstefna: Íslensk netverslun, 11. október 2018
SVÞ ásamt Rannsóknarsetri verslunarinnar efna til morgunverðarráðstefnu um íslenska netverslun, fimmtudaginn 11. október kl. 8:30-10:00 á Hótel Natura. Í kjölfar útgáfu nýrrar skýrslu um íslenska netverslun mun fjallað um stöðu íslenskrar netverslunar og þær áskoranir sem í henni felast.
Skýrslan Íslensk netverslun komin út
Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur gefið út skýrsluna „Íslensk netverslun – áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni“, en útgáfa skýrslunnar var styrkt af Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu og VR. Höfundur er Emil B....
Notkun á gervigreind hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja
Samantekt Neytendur eru í vaxandi mæli að tileinka sér stafrænan lífstíl. Val neytenda á vörum getur að miklu leyti ákvarðast af upplýsingum og samskiptum á veraldarvefnum. Í þessu samhengi verður sífellt mikilvægara fyrir netverslanir að fylgjast með og kortleggja...