Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, mætti Í bítið á Bylgjunni á þrettándanum til að ræða breytingar í verslun, greiðslumiðlanir og stafræna þróun. Þróunin hérlendis fylgir erlendri þróun þar sem aukning er í netverslun og verslunarrými breytast, bæði hvað varðar stærðir og tilgang, en við erum þó seinni til. Greiðslumiðlanir eru í auknum mæli að færast frá greiðslukortum yfir í smáforrit (öpp) og risar á borð við Facebook, Google og Apple eru ýmist komin inn á greiðslumiðlunarmarkaðinn eða í startholunum. SVÞ fylgist náið með þessum málum sem og öðru sem fylgir stafrænni þróun s.s. breytingum á eðli starfa og upplýsir og styður við fyrirtæki innan sinna raða.
Flokkar
Nýlegt
- Jólagjöf máttlausu andarinnar
- Netverslun frá Eistlandi sprengir öll met – 45% af erlendum innkaupum í september
- Framkvæmdastjórar SVÞ og BGS tjá sig um fyrirhugað kílómetragjald.
- SVÞ gagnrýna styrki til Bíós Paradísar sem skekkja samkeppni
- BM Vallá og Kapp hrepptu Umhverfisverðlaun atvinnulífsins í ár
Fylgstu með!
Besta leiðin til þess er að vera skráð(ur) á póstlistann!