Nú kl. 16 hefst sérstakur fundur SA og SVÞ um heilbrigðismál sem ber yfirskriftina Heilbrigðiskerfið á krossgötum. Meðal þeirra sem halda erindi eru Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Hér fyrir neðan má sjá lifandi streymi frá fundinum, en honum er einnig streymt á Facebook viðburði og síðum samtakanna og á helstu fréttamiðlum.

DAGSKRÁ:

Halldór Benjamín Þorbergsson – framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins: Heilbrigðisþjónusta á tímamótum. Ný nálgun, nýjar áherslur

Björn Zoëga – forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð: Að horfa heim á íslenskt heilbrigðiskerfi

Gunnlaugur Sigurjónsson – læknir og stofnandi Heilsugæslunnar Höfða: Reynsla heilsugæslunnar af fjölbreyttum rekstrarformum, árangur og áskoranir

Kristján Guðmundsson, háls-nef- og eyrnalæknir: Samningagerð í heilbrigðisþjónustu

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir – stofnandi og framkvæmdastjóri Köru Connect: Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu

Guðmundur Grétar Bjarnason – eftirlaunaþegi: Reynsla notanda, saga úr íslensku heilbrigðiskerfi

Fundarstjóri: Dagný Jónsdóttir – formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja

SJÁ STREYMIÐ HÉR: